Föstudagsgrín

Kennari nokkur á Fáskrúðsfirði tók á sig rögg og keypti fyrstu sjálfvirku þvottavélina í þorpinu eftir að hafa nurlað nokkra stund.

Vélin var flutt austur á firði með strandferðaskipinu Esju og síðan komið fyrir eftir nokkuð basl í kjallaraholu. Hún var tengd við vatn og rafmagn samkvæmt leiðbeiningum á sænsku sem fylgdu með.

Þetta var fyrir tíð útsendinga ríkissjónvarpsins í þessum fjórðungi og ekki mikið annað sem heillaði en afli bátanna í súldinni og þokusuddanum.

Þegar spurðist út í kaupstaðnum að kennarinn væri kominn með sjálfvirka þvottavél, sem enginn hafði heyrt um nema í útvarpinu og fáeinir séð í dönskum kvennablöðum, mætti mikil hersing í kennarabústaðinn til að horfa á jómfrúarþvottinn.

Fólkið í þorpinu hópaðist framan við vélina og horfði inn um kýraugað og sá með undrunarsvip hvernig þvotturinn snérist fram og aftur í skolgráu vatninu.

Skyndilega tók vélin upp á því að skekjast og hristast ógurlega, hún hóf gríðarlega þeytivindingu sem var með hvínandi gargi og djöfulgangi. Þvottavélin tók að færast hægt og bítandi fram á kjallaragólfið...

Þá baðaði kennarinn skyndilega út höndunum og hrópaði frávita:

"Farið frá, farið frá..... hún er að fara að hengja út!!!!!!!!"

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi er frábær og skemmti okkur vel, takk fyrir.

"Farið frá, farið frá ....ríkistjórnin er að koma með nýjar aðgerðir!!!". Grunar að þvottavélasagan þín hafi rifjast upp fyrir þér í þessu samhengi.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband