Færsluflokkur: Dægurmál
7.2.2020 | 06:53
Föstudagsgrín
Góður vinur minn á stórafmæli í dag og er þessi tileinkaður honum.
Maðurinn kom heim úr vinnunni og sá konuna sína í ganginum búna að pakka niður öllum eigum sínum.
Maðurinn spurði hvert hún væri að fara og konan svaraði: "Ég er að fara til Vegas, þar sem ég get fengið borgað 40.000 krónur fyrir það sem ég gef þér ókeypis!"
Án þess að segja orð fór maðurinn inn í húsið, konunni til mikillar undrunar. Skömmu síðar kom maðurinn niður í gang með tvö stykki stútfullar ferðatöskur.
"Og Hvert þykist þú vera að fara?" Spurði konan.
Maðurinn svaraði: "Ég einfaldlega verð að koma með og sjá hvernig þér tekst upp með að lifa á 80.000 krónum á ári."........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2020 | 00:30
Föstudagsgrín
Hversu marga karlmenn þarf til að opna bjórdós?
Engan, bjórdósin á að vera opin þegar konan færir þér hana!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2020 | 01:04
Föstudagsgrín
Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist. Þá skapaði Guð manninn og hvíldist. Þá skapaði Guð konuna. Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn hvílst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2019 | 13:33
Föstudagsgrín
Hjónin sátu saman inn í eldhúsi og ræddu málin. Allt í einu segir eiginmaðurinn við konuna; Eftir að við höfum átt í rifrildi, hvað gerir þú til að ná þér niður?
Ég þríf klósettið Svaraði hún þá.
Ha..... Hváði eiginmaðurinn.
Já, með tannburstanum þínum.............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2019 | 01:25
Föstudagsgrín
Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.
Nonni gaf eitt sinn vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf og þar sem þessi hægláti náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað á aðra buxnaskálmina gleðileg jól en gleðilegt nýtt ár á hina. Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Nonni.
Vertu velkominn milli jóla og nýárs..........
Þín Stína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2019 | 01:02
Föstudagsgrín
Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.
Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn. Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!". Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar. Er einhver hér í
flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"
Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni. Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig. Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...
Þá, sagði hann...
"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2019 | 03:29
Föstudagsgrín
Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.
Eiginkonan sagði við eiginmanninn: Ég vildi að ég væri dagblað, því þá væri ég í höndum þínum allan daginn. Eiginmaðurinn svarar að bragði: Ég vildi líka að þú værir dagblað. Þá fengi ég nýtt blað á hverjum degi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2019 | 01:06
Föstudagsgrín
Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.
Hjón fóru með fimm ára son sinn á nektarnýlendu á Spáni. Dag einn fór pabbinn í göngutúr á ströndinni meðan mamman lá í sólbaði og sonurinn lék sér í sandinum. Drengurinn fór að skoða sig aðeins meira um og kom svo til móður sinnar og sagði: "Mamma af hverju er typpið á karlmönnum mismunandi stórt"? Mamman hugsaði sig lengi um, en sagði svo: "Það er af því að þeir eru mis ríkir". Drengurinn var ánægður með þetta svar. Hann lék sér áfram og gekk um á ströndinni. Allt í einu kom hann hlaupandi til mömmu sinnar og sagði með látum: "Mamma, hann pabbi er að tala við konu og hann er alltaf að verða ríkari og ríkari"......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2019 | 00:14
Föstudagsgrín
Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að í samtalinu að eiginmaðurinn sagði að hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu.
Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans...................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2019 | 02:32
Föstudagsgrín
Kennari var að kenna líffræði og hvernig blóðið ferðast um líkamann. Hann reyndi að útskýra efnið og sagði að ef hann stæði á haus myndi blóðið renna í hausinn á honum og hann yrði rauður í framan Þá spurði hann bekkinn, En af hverju verða þá ekki lappirnar ekki rauðar þegar ég stend í lappirnar? Nú það er vegna þess að lappirnar á þér eru ekki tómar eins og hausinn, svaraði einn nemandinn.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)