Færsluflokkur: Íþróttir
24.1.2021 | 11:40
ÚRSLITIN ERU EKKI STÆRSTA MÁLIÐ FYRIR "STRÁKANA OKKAR" HELDUR AÐ ÞEIR EIGI GÓÐAN LEIK.....
Eins og á móti Frökkum, þó ég verði nú að viðurkenna að úrslitin ollu mér vonbrigðum, en við því var ekkert að gera og ekki við "strákana okkar" að sakast, Frakkarnir voru bara ógnarsterkir og unnu mjög sanngjarnan sigur. En hvernig sem leikurinn við Norðmenn á eftir fer, þá geta "strákarnir okkar" og Guðmundur Þórður Guðmundsson verið ánægðir með sinn hlut á þessu móti. Ég er svolítið ósáttur við hversu óvæginn vinur minn og fyrrum nemandi Logi Geirsson, er í garð Guðmundar Guðmundssonar. Logi Geirsson er eðalmaður og mjög vandaður, helst dettur mér í hug að þeir Guðmundur eigi einhver óuppgerð mál og það hafi áhrif á það hversu óvæginn hann er í umfjöllun sinni. Svo verður að hafa það í huga að Logi er mikill keppnismaður og mjög hreinskilinn og ekki skrítið að margt sé sett fram í hita leiksins. Svo er anað sem þarf að hafa í huga,ÞAÐ ER ENGINN MAÐUR SEM HEFUR NÁÐ ÖÐRUM EINS ÁRANGRI MEÐ ÍSLENSKA HANDKNATTLEIKSLIÐIÐ OG GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON OG ALLT TAL UM AÐ HANS TÍMI SÉ LIÐINN ER BARA TÓMT KJAFTÆÐI, ÞAÐ SÁST VEL Í LEIKNUM GEGN FRÖKKUM. Hann hefur ekki alltaf haft úr miklu að moða en hann hefur NÝTT vel það sem hann hefur haft og gerir vonandi áfram, við megum ekki gleyma því að við erum bara 350.000 +. ÍSLENDINGAR ERU LÁNSAMIR AÐ FÁ AÐ NJÓTA KRAFTA GUÐMUNDAR ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR.....
![]() |
Er jafntefli betra fyrir Norðmenn en sigur gegn Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2020 | 08:05
EN ER EKKI BARA HÆGT AÐ SLÁ BORGARLÍNUNNI Á FREST??????????
Það er ekki spurning að ÞJÓÐARLEIKVANGURINN á mun meiri stuðning meðal almennings en BORGARLÍNAN auk þess verður ÞJÓÐARLEIKVANGURINN langt því frá sami bagginn á okkur og alls ekki minnisvarði um "FLOPP" og MISHEPPNAÐA STJÓRNMÁLAMENN MEÐ MISHEPPNAÐAR VÆNTINGAR OG ÁHERSLUR...............
![]() |
Þjóðarleikvangurinn er ekki fyrirsjáanlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2020 | 21:54
ALLT ANNAÐ AÐ SJÁ TIL LIÐSINS EN Á MÓTI DÖNUNUM...............
Það hefði að mínu mati verið nokkuð sanngjarnt ef þeir hefðu farið út úr þessum leik með jafntefli. Ég er náttúrulega hlutdrægur en mér fannst þetta ekki verra VÍTI,sem Lukaku náði sér í, mér fannst þessi STÓRI og STERKI maður detta full auðveldlega, en svo má segja það að sumir standa betur á löppunum en aðrir Það er erfitt að taka einhvern einn út úr Íslenska liðinu, allir stóðu sig vel, en þó má nefna þá Albert Guðmundsson og að mínu viti má Gylfi Þór fara að passa sína stöðu, Guðlaugur Viktor var frábær og hans þriðji leikur þar sem hann fór alveg á kostum og gott ef hann er ekki bara búinn að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu og svo má ekki gleyma Rúnari Alex en það var ekkert sem hann gat gert í þessum tveim mörkum, sem Ísland fékk á sig og svo var boltameðferðin hjá honum einhver sú albesta sem ég hef séð hjá markmanni, ég er sannfærður um að Hannes Þór verði ekki lengi í viðbót aðalmarkmaður liðsins........
![]() |
Naumt tap gegn Belgum á Laugardalsvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2020 | 21:15
"DJÖFULLINN DANSKUR"
Danirnir voru bara nokkrum númerum of stórir fyrir strákana okkar og áttu sigurinn fullkomlega skilinn. Það liggur við að það hefði verið algjört óréttlæti ef strákarnir okkar hefðu náð að "pota" inn einu sárabótamarki. Okkar menn virkuðu utan við sig og þungir og svo virtust þeir ekki hafa mikla trú á verkefninu. Það var mikill munur á okkar mönnum á móti Rúmenunum eða í þessum leik. Vonandi verða þeir eitthvað hressari á móti Belgum??????
![]() |
Sterkari á öllum sviðum knattspyrnunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2020 | 09:38
KEMUR EKKI Á ÓVART - NORÐMENN EIGA ERFITT MEÐ AÐ ÁTTA SIG Á AÐ TIL AÐ NÁ TOPP ÁRANGRI ÞARF ÞAÐ SEM ER UNNIÐ MEÐ AÐ VERA MJÖG GOTT......
Fram að því að ég bjó í Noregi hélt ég að ekki væru til meiri "þjóðarrembur" en Íslendinga, en ég komst að því að Íslendingar eru hreinn barnaskítur í þeim efnum miðað við Norðmenn. Til dæmis ef það var sýndur landsleikur í handbolta í sjónvarpinu, þá voru bara sýndar Norsku sóknirnar og ef sóknir andstæðinganna voru sýndar þá var það vegna þess að Norski markmaðurinn VARÐI skot sem kom á markið. Það að Norðmenn GAGNRÝNI LARS LAGERBÄCK eftir tapleik kemur ekki á óvart en væri kannski ekki í lagi að skoða þann efnivið sem Lagerbäck hefur í höndunum, það eru svo sem engin meistaraefni í hverri stöðu? Það sem Norðmenn lifa eftir virðist vera mottóið "VINN ELLER FORSVINN"................
![]() |
Norðmenn ósáttir við Lagerbäck |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.7.2020 | 11:36
"DJÖFULLINN DANSKUR"!!!!!!
Það er bara staðreynd að Danir hafa undanfarin ár búið mun betur að íþróttum en við Íslendingar og kannski vill Snorri Steinn bara fá staðfestingu á þessu, endaði hann ekki sinn atvinnumannaferil í Danmörku??????
![]() |
Með betri liðum sem við gátum fengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2020 | 22:25
LÉLEGASTI LEIKUR STRÁKANNA OKKAR Á MÓTINU........
En það hefur lítið upp á sig að horfa bara á neikvæðu hliðarnar heldur verður að skoða mótið í heild sinni og vissulega voru margir jákvæðir punktar sem gleðja. Fyrir það fyrsta þá var Danaleikurinn alveg frábær og fyrir þann leik voru ekki margir sem höfðu trú á því að okkar menn ynnu þann leik. En sá leikur var virkilega góður hjá okkar mönnum og allir áttu 100% leik þar. Annar leikurinn gegn Rússum var einnig mjög góður. En fyrsta "klikkið" ef svo má segja, var á móti Ungverjum en þá náðu þeir ekki að "halda út" heilan leik og þar hefur líkamlega formið sennilega verið farið að segja til sín. Sama má sennilega segja um leikinn gegn Slóvenum í milliriðlinum. En þeir náðu að "hysja upp um sig" í leiknum gegn Portúgölum og það verður að hafa í huga að Ísland er eina liðið sem hefur unnið Portúgal og Guðmundur Þórður Guðmundsson er eini þjálfarinn sem hefur haft eitthvað svar við sjö útileikmanna kerfi þeirra. Seinni hálfleikurinn gegn Norðmönnum var svo mjög góður og þar voru það ungu strákarnir sem björguðu því sem bjargað varð eftir alveg hryllilegan fyrri hálfleik hjá "gömlu refunum", sem voru hreinlega búnir á því bara hreinlega hvell sprungnir og sama má segja að hafi verið uppi á teningnum á móti Svíum, nema þar kom enginn góður kafli og því fór sem fór. En í heildina var mótið ekki svo slæmt.........
![]() |
Slæmt tap í síðasta leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2020 | 19:22
BYRJUNIN HJÁ STRÁKUNUM OKKAR GERÐI ÚT UM LEIKINN.......
Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur hjá strákunum, var sá seinni alveg stórkostlegur. Ungu strákarnir sýndu það svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir og svo var "Westinghouse ísskápurinn" okkar á línunni mjög öflugur þegar hann náði að beita sér og mikið sá ég eftir markinu, sem dómararnir tóku af honum með því að flauta á brot Norðmanna "of snemma". Þá er ekki hægt að horfa framhjá frammistöðu Viktors í markinu, það segir nokkuð mikið þegar maður úr tapliðinu er valinn maður leiksins. Þá er ekki hægt að horfa framhjá frammistöðu eins besta handboltamanns í heimi, það er einfaldlega óásættanlegt að fá BARA TVO GÓÐA LEIKI FRÁ HONUM Á STÓRMÓTI..........
![]() |
Þriggja marka tap gegn Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2020 | 13:57
VONANDI HELDUR ÞESSI GÓÐI ANDI INNAN HANDBOLTALIÐSINS ÁFRAM......
Og að okkar gamla herraþjóð geti notið góðs af frammistöðu Íslenska handboltalandsliðsins. En það er alveg ljóst að Íslenska liðið á sinn erfiðasta leik í riðlakeppninni eftir........
![]() |
Ómetanlegt fyrir ungu strákana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En Íslenska liðið verður að passa sig eftir þennan sigur það er ekki hægt að segja að sagan sé okkur hagstæð, það er einum of algengt að við höfum unnið fyrsta leik og svo ekki söguna meir. Nú er það áskorunin að láta þá sögu ekki endurtaka sig. En það verður ekki horft framhjá því að leikur Íslands í dag var stórkostlegur og hlýtur að vera sérstaklega SÆTT fyrir Guðmund ÞÓRÐ Guðmundsson að vinna þennan sigur, nánast á heimavelli Dana og þannig að ná fram hefndum vegna framkomu Dana við hann, þegar hann þjálfaði landslið þeirra og gerði þá að ólympíumeisturum.......
![]() |
Að vinna besta lið heims er mjög stór sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)