HVER ER STEFNA "RÍKISSTJÓRNAR FÓLKSINS" Í ATVINNUMÁLUM???????

Og hvað er að þeirra mati "ÁSÆTTANLEGT" atvinnuleysi???  Því miður hef ég ekki séð neitt um þessi mál (Það verður kannski einhver til þess að benda mér á þetta ef það er til).  Það eina sem hefur komið fram, svo ég viti, eru innantóm slagorð, frá Heilagri Jóhönnu, um "atvinnu fyrir alla" og "að vinna bug á atvinnuleysinu".  En það fer minna fyrir raunhæfum tillögum um HVERNIG eigi að ná þessum háleitu markmiðum.  Það eru að koma fram hin og þessi úrræði fyrir þá sem eru ORÐNIR atvinnulausir, sem sagt það er verið að eltast við þróunina í stað þess að koma í veg fyrir að þetta eigi sér stað.
mbl.is Atvinnuleysið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vanburðir íslenskrar stjórnsýslu og pólitískra lausna í atvinnumálum eru himinhrópandi.

Vinstri stjórnin hefur enga atvinnustefnu. Hægri menn hafa eina atvinnustefnu; hún er einföld og ætti að hanga innrömmuð á stofuveggjum allra heimila í landinu enda margra áratuga gömul:

Stórvirkjanir, stóríðja= álver= Rio Tinto. Greinargerðin er einföld, auðskilin og bundin í einfaldri spurningu: Á hverju eigum við eiginlega að lifa?

Mér finnst kommúnismi heimsk trúarbrögð fyrir upplýst fólk. Ein meginstefna kommúnismans er forsjárhyggja í atvinnustarsemi bundin í ríkisframkvæmdir og áætlanabundna framleiðslu. Mín atvinnupólitík og minna skoðanasystkina sem mér sýnist ég eiga í öllum stjórnmálaflokkum er öðruvísi og svona:

Við viljum óskorað frelsi einstaklingsins í þessu auðuga landi af fjölbreyttum tækifærum. Við gerum skilyrðislausa kröfu til að þau fái heilbrigt starfsumhverfi og njóti allrar eðlilegrar fyrirgreiðslu til að komast í gang með sjálfbæran rekstur og njóti aðgangs að þolimóðu fjármagni á hóflegum vöxtum á meðan þau eru að festast í sessi.

Og við krefjumst þess að þessi fyrirtæki verði vernduð af samkeppnisstofnun svo þau verði ekki gleypt af gráðugum samkeppnisaðilum sem njóta pólitískrar náðar. 

Þessi atvinnustefna kallast því skelfilega nafni: Eitthvað annað!

Árni Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vel mælt Árni, þessa athugsemd ramma ég inn til vitnis um einhverja þá bestu athugasemd sem ég hef á ævi minn séð það er alveg hárrétt sem þú segir "Hlutverk stjórnvalda er að búa það umhverfi að það sé fýsilegt fyrir fólk að fara af stað og nýta á heilbrigðan hátt þau tækifæri og gæði sem landið hefur upp á að bjóða það verður ekki gert með því að fá einhverja erlenda auðhringi til landsins og "nauðga" því heldur verður frumkvæðið að koma frá okkur sjálfum".  Ekki er ég að fúlsa við erlendu fjármagni en það má ekki vera þannig að þetta erlenda fjármagn stjórni okkur alveg og við verðum "þrælar" þess.

Jóhann Elíasson, 14.2.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er ég sammála ykkur hér báðum tveim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2010 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband