HANS TÆKIFÆRI ER EKKI LENGUR TIL STAÐAR..............

Úr því sem komið er, þá hef ég ekki trú á öðru, en að hann verði að sætta sig við að vera aðstoðarmaður Vettels (eins og Barichello og Massa voru fyrir Schumacher).  Hvort hann vill sætta sig við það hlutverk á eftir að koma í ljós en héðan í frá held ég að leiðin hjá honum liggi niður á við..
mbl.is Webber: Tilbúnir í slaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Hann hefur sýnt það gegnum tíðina að hann er mjög góður ökumaður en stundum hefur mér fundist að hann vanti þennan neista sem gerir góðan ökumann að yfirburða ökumanni og sá neisti hefur ekkert endilega neitt að gera með ökumannshæfileika heldur hugarfar.

Fyrir lið er hann ómetanlegur vegna þess að hann er góður "stigasafnari", hann sýndi það oft meðan hann var ekki með liði í toppbaráttu þá var hann að safna nokkrum stigum hér og þar meðan félagar hans voru einhverstaðar úti á túni.

Einar Steinsson, 9.3.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þér og af þessu sem þú nefnir verður það hans hlutverk, þetta er bara mitt álit, að "bakka" Vettel upp og eins og þú segir hann vantar þennan "neista" sem einkennir meistara.  Það getur enginn borið á móti því að hann er góður ökumaður en menn verða ekki á toppnum án þess að stíga á einhverjar tær.

Jóhann Elíasson, 9.3.2011 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband