HVALASKOÐUN ER EKKI EINS "GÓÐ" OG VISTVÆN OG MENN HAFA HALDIÐ FRAM..............

Þarna kemur bara enn ein rannsóknin, þar sem kemur fram að hvalaskoðun hafi neikvæð áhrif á hvalina.  Fyrir tveimur árum vann ég ásamt fleirum skýrslu um áhrif hvalveiða á hvalaskoðanir.  Niðurstaðan var sú að áhrifin væru engin og ef þau væru einhver þá hefðu veiðar frekar jákvæð áhrif heldur en hitt, en það mátti ekki koma fram.  En við vinnslu á þessari skýrslu var mjög margt sem rak á fjörur okkar, meðal annars var þar doktorsritgerð frá Kanada  en þar er því haldið fram að hvalaskoðunarbátar valdi því að "staðsetningarbúnaður" hvala verði fyrir skaða vegna HEYRNARSKAÐA sem hvalaskoðunarbátarnir valdi, vegna þess að þeir sigla of nálægt hvölunum.  Þar af leiðandi reina hvalirnir að "FORÐA" sér lengra frá landi.  Umrædd doktorsritgerð heitir: The affects of whale watching on humback whales in New Foundland, eftir Corbell, 2006 en í þessari skýrslu koma fram nýjar og nýstárlegar kenningar um áhrif hvalaskoðana á hvali og lífshætti þeirra.  Í skýrslunni er talað um að hvalaskoðanabátarnir séu flestir komnir til ára sinna og með gamlar og háværar dísilvélar, sem hafi þau áhrif á hvalina að þeir missi heyrn og "staðsetningakerfi" þeirra ruglist, þarna sé komin skýringin á því að þeir séu komnir á dýpra vatn og séu bara einfaldlega að forðast hvalaskoðunarbátana.  En hvölunum verður ekki kápan úr því klæðinu því hvalaskoðunarbátarnir elta þá bara.  Sé þetta rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að draga í efa en það skal tekið fram að þetta þyrfti að rannsaka betur, þá er þarna stór hluti skýringarinnar á fjölgun árekstra milli hvala og skipa og því að "hvalrekum" hefur fjölgað eins gríðarlega og raunin er, en ég er á því að stærsti orsakavaldurinn sé hin gríðarlega fjölgun hvala, sem hefur verið síðan hvalveiðibannið tók gildi 1986.  Fyrir utan það að tekjur af hvalaskoðun eru stórlega ýktar, þá virðist bara vera komið að þeim tímapunkti að það verði að endurskoða alla þessa vitleysu frá grunni og það frekar fyrr en síðar.................
mbl.is Hvalaskoðun getur truflað fæðuöflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já alltaf heyrir maður eitthvað nýtt!!! en ég get alveg trúað þessu.  Og þá eiga "hvalavinir" auðvitað líka að beita sér fyrir því að hvaðaskoðun verði hætt ekki satt, ef þeir bera hag hvala svona mikið fyrir brjósti.  Annars las ég einhversstaðar að vit hvala væri á við gullfiska. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 09:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú, þarna erum við alveg á sama máli Ásthildur.  Ég man líka eftir þessari grein um "gullfiskavit" hvala.  Nú ættu "hvalavinir" eins og þú segir, að fara að berjast fyrir því að hvalaskoðunum verði hætt...............

Jóhann Elíasson, 2.7.2011 kl. 09:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það bara liggur í hlutarins eðli... ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2011 kl. 09:19

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jóhann, er hægt að nálgast þessa skýrslu ykkar á netinu?

Annars hefur því verið haldið fram lengi að hvalir beri skaða af skipaumferð. Menn hafa sérstaklega haft áhyggjur af öflugum sónartækjum, en gamlir bátar með hávaðasamar vélar og úreltan skrúfubúnað geta trúlega valdið töluverðri truflun.

Haraldur Rafn Ingvason, 2.7.2011 kl. 13:20

5 Smámynd: Tryggvi Helgason

Jæja, ... ekki er nú öll vitleysan eins. Hvalirnir koma á sumrin á fiskimiðin kringum Ísland til þess eins að éta allan sólarhringinn. Ekki finnst mér trúlegt að einhverjar skipaferðir hafi áhrif á hvalina við þá iðju. Þegar þeir eru búnir að rífa í sig nokkrar milljónir tonna af átu þá fara þeir suður í heitari höf og fljóta þar eins og tappar allann veturinn, éta þar ekkert, en bíða bara eftir næsta vori svo þeir geti farið aftur norður á Íslandsslóðir til þess að éta meira.

Tryggvi Helgason, 2.7.2011 kl. 13:38

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Haraldur, ég veit ekki hvort þessi skýrsla er opin hjá Háskólanum á Akureyri en hún er þar.  Tryggvi ekki vil ég trúa því að það sé bara tóm þvæla sem kemur fram í þessum rannsóknum, ég er hræddur um að án rannsókna verði litlar framfarir.

Jóhann Elíasson, 2.7.2011 kl. 14:20

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Já, rétt Jóhann. Rannsóknir geta auðvitað verið af hinu góða, en það þarf ekki alltaf að vera svo.  Og ég á bágt með að trúa því, að hvalveiðibátar eða hvalaskoðunarbátar hafi nokkur afgerandi áhrif á át hvala. Ég held að þeir kafi niður og "hakki í sig ætið" án þess að láta það hafa nokkur áhrif á sig hvort einhverjir séu að góna á þá þegar þeir koma úr kafinu, - til þess "að ná andanum", og til þess að kafa aftur og éta meira.

Tryggvi Helgason, 2.7.2011 kl. 14:54

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einhver ástæða er fyrir því að Alþjóða Hvalveiðiráðið beinir þeim tilmælum til stjórnenda hvalaskoðunarbáta komi ekki nær hvölum en í 50 metra fjarlægð, reyndar hef ég það frá skipstjóra eins slíks báts að það sé ekkert farið að þessum tilmælum!!

Jóhann Elíasson, 2.7.2011 kl. 15:01

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk Jóhann.

Ég hef raunar verið við hliðina á hrefnu sem var að háma í sig þorsk og lét okkur ekki trufla sig. Við vorum á skaki fyrir utan Ólafsvík þegar við sáum þorsktorfu koma upp í yfirborðið og vaða þar - og augnabliki síðar kom trjónan á hrefnu þar uppúr líka. Þarna var töluverð traffík, en það var líka allt fullt af síli, þorski og ufsa. 

Ef fæða er á mjög afmörkuðu svæði þar sem einnig er mikil traffík og hávaði, þá hljómar ekki ólíklega í mín eyru að það geti valdið truflun.

Haraldur Rafn Ingvason, 2.7.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband