GRÓFT DÆMI UM KJÖRDÆMAPOT................................

Menn á svæðinu, sem ég hef talað við og þekkja mjög vel til, vilja meina að þarna sé bara verið að ná sér í einhverjar ímyndaðar vinsældir og jafnvel að láta reisa um sig rándýran minnisvarða á kostnað almennings.  Málið sé að ef Víkurskarðið sé ófært sé megnið af öllum vegum fyrir austan það ófært og bullandi snjóflóðahætta á mörgum stöðum.  En kannski þykir mönnum það alveg þess virði, að setja í það nokkra milljarða til þess að menn geti komist austur fyrir Vaðlaheiðina, til að bíða þar þangað til að veður og færð verði nógu skapleg til að verði hægt að halda ferðinni áfram????
mbl.is Tilboð opnuð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll vertu, ég hef unnið á Húsavík í þrjú sumur og við Kárahnjúka einn vetur strákarnir fengu mjög oft vont

veður ófært var og einnig íllfært bæði um sumar sem vetur.Nú hafa vestfirðingar fengið þrjú jarðgöng.

Það er mjög sangjarnt að fara í Vaðlaheiðagöng.

Bernharð Hjaltalín, 10.10.2011 kl. 20:52

2 identicon

Nær væri að gera eitthvað annað við allt þetta fé ! Landhelgisgæslan, Lögreglan, Fjölskylduhjálpin.. Fullt af fjárfrekum verkefnum sem væru þarfari í þeirri stöðu sem við erum í

Eins og þú bendir réttilega á, ef eitthvað er að færð þá leysa þessi göng akkúrat ekkert.

Ógeðslegt kjördæmapot !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:54

3 identicon

Bernharð Hjaltalín : Vestfirðingar hafa nú bara fengið 2 jarðgöng, 1 undir breiðadals og botnsheiði og 1 göng til Bolungarvíkur og ég er ekki að telja Arnadalshamars "göngin" með því þau eru síða 1948 og 30m löng

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 22:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga af því að einhverjum finnst það SANNGJARNT, er það öll ástæðan????

Jóhann Elíasson, 10.10.2011 kl. 22:19

5 identicon

Þú verður að kynna þér þetta betur Jóhann, þetta eru greinilega ekki mjög kunnugir menn sem þú hefur rætt við. 

Það er nefnilega frekar algengt að Víkurskarðið sé eini farartálminn á austurleiðinni á veturna, það getur verið algjört veðravíti. 

Svo vil ég benda þér og fleirum á, að á sama tíma og ég er að skrifa þetta, hafa farið 688 bílar um Víkurskarð frá miðnætti, en t.d. 579 um Holtavörðuheiði. 

Talandi um kjördæmapot, það er hvergi meira en á suðvesturhorninu, það vita allir sem vilja vita það.............

Ingvar (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 22:27

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hefði nú haldið að menn sem eru búsettir á Akureyri og Húsavík og hafa verið búsettir á þessum stöðum í tugi ára.  Þetta er ekki spurning um hversu margir bílar fara um Víkurskarðið á góðviðrisdögum, þar ert þú á alvarlegum villigötum Ingvar og svo veit ég ekki til þess að það hafi komið til tals að grafa göng undir Holtavörðuleiðina................

Jóhann Elíasson, 10.10.2011 kl. 22:49

7 identicon

Ég er einmitt einn af þeim sem hafa búið á Akureyri í tugi ára og þekki mjög vel til þarna, hef þarið þarna um í öllum veðrum. 

Ég get til dæmis frætt þig um það, að það er einn staður á austurleiðinni þar sem hægt er að tala um snjóflóðahættu, ekki "bullandi snjóflóðahætta á mörgum stöðum", eins og þú skrifar, hann er í Ljósavatnsskarði.

Ég nefndi þetta með umferðina til að benda þér og fleirum á, að það er mun meiri umferð um þennan fjallveg, en margir halda.  Það eru t.d. margir sem búa austan Vaðlaheiðar, sem sækja bæði vinnu og skóla hérna á Akureyri á hverjum degi.

Þú getur svo snúið útúr því sem ég skrifa, eins og þú vilt, en það er gaman að sjá grátkórinn sem fer af stað á suðvestur horninu, þegar á að setja fjármagn í framkvæmdir á landsbyggðinni.

Og ég ítreka þetta með kjördæmapotið, það er hvergi meira en einmitt á suðvesturhorni landsins............

Ingvar (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 23:05

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll við borgum þessi göng að mestu leyti með vegtollum!

Sigurður Haraldsson, 11.10.2011 kl. 00:19

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ingvar, það liggur við að það sé bara hlægilegt að lesa skrifin þín, svo barnaleg eru þau.  Það er sama hversu margir fara þarna um "daglega" þeir fara ekki mikið um ef það er ófært og það skiptir ekki máli hvar á landinu það er. Hvaða grátkór ertu eiginlega að tala um????  Ég veit ekki betur en að við á suðvesturhorninu höfum alveg sætt okkur við það að allur peningur til samgöngubóta hafi verið settur á landsbyggðina undanfarna áratugi, eina sem er þyrnir í okkar augum er að hafa innanlandsflugið í Reykjavík.  Ég hef ekki snúið út úr því sem þú hefur skrifað en þú mættir nú alveg athuga nokkrar rangfærslur sem þú ferð með og hvernig ætlar þú að rökstyðja það að kjördæmapotið sé meira á suðvesturhorninu en á landsbyggðinni?????????????  Ég er í námi á Akureyri og er í samskiptum VIÐ MJÖG MARGA sem þekkja vel til þessara mála og einnig eru nokkrir sem búa fyrir austan Akureyri (þar á meðal eru flutningabílstjórar, sem keyra þarna um á hverjum degi þegar fært er).  Með snjóflóðahættuna í Ljósavatnsskarði, hún er BULLANDI þegar hún er til staðar.

Jóhann Elíasson, 11.10.2011 kl. 06:58

10 identicon

Jóhann. Eins og Sigurður h. bendir réttilega á þá á að fjármagna göngin með vegtollum. Ekki byrja aftur á sama heimsku grátinu og gert var þegar Hvalfjarðargöngin voru sett í framkvæmd, framkvæmd sem allir lofa ó dag.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 11:09

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki man ég til þess að ég haf kvartað nokkurn skapaðan hlut út af Hvalfjarðargöngunum.  Þessi framkvæmd er alveg jafn vitlaus hvernig sem hún er fjármögnuð......................

Jóhann Elíasson, 11.10.2011 kl. 11:28

12 identicon

Oftast hefur kjördæmapot ( þú byrjar skrif þín á því ) verið skilgreint sem að ráðherra eða alþingissmaður viðkomandi kjördæmis sé að hygla sínu kjördæmi á kostnað annara. Ef fjármögnun er með vegtollum þá eru íbúar annara kjördæma ekki að borga nema þegar þeir aka göngin. Fyrirsögn þín er því röng, þetta er ekki hægt að flokka sem kjördæmapot, né minnisvarða á kostnað almennings.  Hitt get ég svo sem samþykkt að viðkomandi menn eru einfaldlega að vinna sér vinsældir. 

Kjartan (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 11:58

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú segir að fjármögnunin sé í gegnum vegtolla.  Það er ekki hægt að innheimta vegtolla fyrr en göngin hafa verið tekin í notkun,  HVAÐAN HELDUR ÞÚ AÐ FJÁRMAGNIÐ FRAM AÐ ÞEIM TÍMA KOMI????

Jóhann Elíasson, 11.10.2011 kl. 12:28

14 identicon

Mig minnir að Hvalfjarðargöng hafi verið fjármögnuð af Speli og með ríkisábyrgð, en ríkið hefur ekki þurft að ganga þar inní.

Fyrst birt: 17.08.2011 16:48 GMT
Síðast uppfært: 17.08.2011 20:37 GMT

Fjármögnun Vaðlaheiðarganga tryggð

 
Undirritun samkomulagsins á Akureyri í dag. Mynd: Ágúst Ólafsson.
Síðdegis í dag var á Akureyri undirritað samkomulag um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Samkomulagið felur í sér að ríkið kaupir skuldabréf af Vaðlaheiðargöngum hf., félagi í eigu Vegagerðarinnar og heimamanna á Norðurlandi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd ríkisins.

„Þetta felur í sér tryggingu til handa félagsins um að það getur fjármagnað sig á framkvæmdatímanum og þangað til göngin verða komin í rekstur og innheimta veggjalda er hafin. Þá eru allt aðrar og betri aðstæður fyrir félagið síðan að endurfjármagna sig á markaði til langs tíma, og eða að halda áfram samstarfi við ríkið um fjármögnun,“ segir Steingrímur. 

„Þessi leið var valin þar sem ekki náðist samkomulag við aðra um ásættanleg kjör. Þetta þýðir að ríkið kaupir bréf af félaginu og tekur mið af vöxtum eins og þeir eru á markaði í dag með hóflegu álagi.“

Fjármálaráðherra segir réttlætanlegt að ríkið taki á sig svo mikla ábyrgð og gangi inn í verk sem kostar þetta mikið.

„Já, þessi framkvæmd hún fjármagnar sig sjálf, það eru veggjöld framtíðarinnar sem munu borga niður þessa fjárfestingu og það er ein ástæðan fyrir því að í hana er hægt að ráðast þó að fjárhagur ríkisins sé jafn erfiður og raun ber vitni. Og þetta er ein af mörgum samskonar framkvæmdum sem við höfum verið að reyna að koma af stað til þess líka að auka umsvif og atvinnu en án þess þó að ríkið þurfi að reiða fram fjármunina sjálft yfir fjárlög. Og hér er ein slík og ein af þeim stærstu sem menn hafa verið að skoða að undanförnu að fari af stað og það er mjög jákvætt.“

Kjartan (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 12:34

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eitt skal ég koma með hér sem er rétt það er að vegtollar koma ekki til með að borga alla framkvæmdina að fullu það er ljóst bæði vegna stofnkostnaðar og með tillit til staðsetningar það er Víkurskarð er annar kostur og mun vera notaður áfram að því sem ég best veit.

Hvað snjóflóðahættu varðar við Ljósavatn þá er hún innan marka því að það geta liðið mörg ár á milli þess sem hún skapast!

Sigurður Haraldsson, 11.10.2011 kl. 13:06

16 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Okkur vantar teingingu við Land hér í Eyjum..

Vilhjálmur Stefánsson, 11.10.2011 kl. 15:48

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Væri mjög fróðlegt að sjá ÚTREIKNINGA á því hvernig í sóköpunum veggjöld eiga að geta fjármagnað þessa framkvæmd. Göngin kosta svipað og Hvalfjarðargöngin, en umferðin er ca. 75% minni. Ef veggjöldin verða hærri en 5-600 kk fara flestir Víkurskarðið áfram nema í verstu veðrum, enda munar ekki nema 15 km, það er ca. 12-14 mínútum.

Ég myndi giska á að veggjöld gætu greitt ca. 25-35% af kostnaðinum. FíB hefur skoðað málið.

Það er pólitískt leikrit að segja að veggjöld geti greitt þessa framkvæmd.

Skeggi Skaftason, 11.10.2011 kl. 19:19

18 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og það á að loka Víkurskarðinu svo menn komist alls ekki undan því að fara Vaðlaheiðargöngin, þegar þau verða tilbúin..............

Jóhann Elíasson, 11.10.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband