RAIKKONEN EINN "STÖÐUGASTI" ÖKUMAÐUR FORMÚLUNNAR.......

Það er af sem áður var, að það þótti tíðindum sæta ef hann gat lokið keppni, hann var alveg ótrúlega mikill þjösni og virtist hvorki vita sin eigin takmörk eða bílsins.  En nú er tíðin önnur hann nær öllu út úr bílnum sem er til staðar, hann keyrir alveg ótrúlega vel, passar rosalega vel upp á dekkin og það er alger unun að sjá marga framúrrakstrana hjá honum.  Það er alveg með ólíkindum sú breyting sem hefur orðið á manninum yfir þann tíma sem hann hefur verið í formúlunni og ég man bara ekki eftir öðru eins frá því að ég byrjaði að fylgjast með.  Þá er komið að Ferrari en síðustu 22 keppnir hafa 20 unnist af ráspól.  Þessu breytti Alonso all hressilega í dag, aldrei fyrr í sögu Spánarkappakstursins, hefur sigur unnist unnist hjá manni sem byrjar aftar en í þriðja sæti á ráslínu.  Mig minnir að Alonso hafi byrjað í fimmta sæti (ég er ekki alveg viss en ég verð þá vonandi leiðréttur) og árangur Massa er alveg ótrúlegu,r hann byrjaði í NÍUNDAsæti á ráslínu og að mínu mati var hann tvímælalaust maður dagsins.
mbl.is Alonso kóngur Katalóníuhringsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband