ÁRLEGI SÖNGURINN BYRJAÐUR

Þetta er merkilegt og ætti bara að verða rannsóknarefni.  Það byrjar á hverju einasta hausti söngur um hvað sé ofboðsleg vöntun á húsnæði fyrir námsmenn á höfuðborgarsvæðinu.  Á sama tíma standa tugir ef ekki hundruðir íbúða auðar uppi á Ásbrú.  Jú þetta er í öðru sveitarfélagi en þar með er ekki öll sagan sögð.  Þar er mjög hagstæð leiga, grunnskólar og leikskólar og yfirhöfuð öll þjónusta sem þarf á að halda, svo fyrir þá sem eru í skóla í Reykjavík, er hægt að kaupa kort sem veitir ótakmarkaðan aðgang í rútuna  til Reykjavíkur, fyrir 1.500 krónur fyrir önnina.  Rútan er svona 30 mínútur í bæinn.  Auðvitað er of seint að fara að væla yfir húsnæðisskorti þegar skólar eru að hefjast en ég get ekki betur séð að ef Félagsstofnun Stúdenta hefði farið í samstarf við Keili,  þá hefði ekki verið mikið mál að taka NOKKRAR auðar blokkir hér á svæðinu og gera klárar fyrir búsetu fyrir veturinn.  En stóri "gallinn" er náttúrulega sá að íbúðirnar eru EKKI Í GÖNGUFÆRI VIÐ KAFFIHÚSIN Í 101.
mbl.is Mikil þörf námsmanna fyrir húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú held ég Jóhann að þú verðir að kynna þér betur þetta með rútukortinn og hagstæðu leiguna hjá Háskólavöllum á Ásbrú.

Margret (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 18:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var að ná mér í rútukort í dag og leigi uppi á Ásbrú, svo ég gæti best trúað að það sért þú sem þarft að kynna þér þessi mál Margrét.

Jóhann Elíasson, 11.8.2014 kl. 20:08

3 identicon

Eg leigi líka af háskólavöllum og veit að það er verið að afturkalla rútukort og fyrsta ferð var feld niður sem breytir þeim forsendum að búa á Ásbrú og vera í skóla í Rvík

Margrét (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 22:05

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var ekki mín reynsla, það eina sem ég þurfti að gera var að koma með staðfestingu á skólavist, frá þeim skóla sem ég stunda nám við .   Aftur á móti þarf að endurnýja kortin á hverju ári.  Mér var ekki tilkynnt neitt um það að ætti að fella fyrstu ferð niður en mér var sagt að einhverjar breytingar yrðu frá því sem var í fyrra.

Jóhann Elíasson, 11.8.2014 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband