SÍÐAN HVENÆR VARÐ ÞAÐ VERKEFNI REYKJAVÍKURBORGAR AÐ STANDA Í HJÁLPARSTARFI?????

Var að lesa það á vef Reykjavíkurborgar að það hefði verið samþykkt í borgarráði að senda styrk vegna hörmunganna á Gaza um sem nemur 100 kr á hvert barn í borginni.  Þetta er ekki stór upphæð við fyrstu sýn sennilega ekki mikið yfir 2.000.000, en er þetta ekki einsdæmi í sögu borgarinnar og það er spurning hvaðan hugmyndin að þessari dæmalausu "fjárveitingu" er komin.  Er ekki formaður Velferðarráðs eiginkona formanns félagsins Ísland - Palestína?  Þetta er nokkuð furðuleg ráðstöfun peninga, ef ekkert væri að í Reykjavík væri ég ekki að fetta fingur út í þetta, en á meðan allt er í klessu og þá sérstaklega á Félagssviðinu er þetta ekki réttlætanlegt á nokkurn hátt..................

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann

Það kann að vera að það sé eitthvað að hjá félagssviði Reykjavíkurborgar, og ég er hérna ekki að neita því, en af hverju finnst þér þetta 'nokkuð furðuleg ráðstöfun peninga' eða '100 kr á hvert barn í borginni' (yfir 2.000.000)?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 09:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á meðan ekki er hægt að sinna íbúum bæjarfélagsins á fullnægjandi hátt vegna fjárskorts, finnst mér skjóta skökku við að senda fjármagn til annarra landa OG ÞETTA ER BARA ALLS EKKI SKILGREINT HLUTVERK BORGARINNAR.  Ef þetta er ekki fullnægjandi svar verður bara ekki um neitt annað að ræða og alveg það sama hefði átt við ef peningarnir hefðu farið eitthvað annað..............

Jóhann Elíasson, 15.8.2014 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband