"GÓÐA FÓLKIÐ" MISSIR SIG ALGJÖRLEGA - ÞAÐ VIRÐIST VILJA AÐ SKOÐANAFRELSIÐ VERÐI TAKMARKAÐ

Og hver á að ákveða hvaða skoðanir má setja fram og hverjar ekki? Allt það sem Listhaug setti fram finnst mér að eigi fullan rétt á sér og er að mínu áliti rétt að skynsamleg umræða fari fram um þessi mál bæði í Noregi og annars staðar.  Hún hefði kannski mátt sleppa því að blanda Norska verkamannaflokknum í málið, en eins og hér á landi vill sá flokkur mestu tilslökunina.  En umræðan þarf að fara upp úr skotgröfunum, en sennilega verður ekkert úr því...


mbl.is Tekist á um Facebook-færslu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

En það er einmitt þess vegna sem er rökrétt að blanda Verkamannaflokknum inn í þetta, það er sá flokkur sem styður hryðjuverkamenn og vill veita þeim ríkisborgararétt. Alveg eins og allir aðrir vinstriflokkar í Vestur-Evrópu og Canada. Og þessir sömu flokkar heimta ritskoðun og afnám tjáningafrelsis til að þóknast islamistunum. Í Bretlandi hefur þetta þegar verið gert, þótt Íhaldsflokkurinn sé í stjórn.

Þegar fram líða stundir munu Samfylkingin og VG leggja fram frumvarp saman um að verði ólöglegt að gagnrýna islam eftir að islamistarnir á Íslandi undir forystu Salmanns Tamimi fara fram á slíkt. Og hinir flokkarnir á Alþingi munu kokgleypa það sérstaklega þeir flokkar sem allra mest eru fylgjendur því að taka inn islamska hælisleitendur.

En hversu marga hryðjuverkamenn getur þetta litla íslenzka þjóðfélag borið?

Pétur D.

Aztec, 13.3.2018 kl. 19:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Líklega er þetta alveg rétt hjá þér.  Eftir að ég skrifaði færsluna horfði ég á NRK og þar fór Jonas Gar Støre að tala um að hryðjuverk múslima í Noregi væru ekki þau verstu heldur hefði versta hryðjuverkið í Noregi verið framið 22 júlí í Útey af innlendum Hægri öfgamanni.  FINNST MÖNNUM ÞESSI MÁLFLUTNINGUR BOÐLEGUR?????

Jóhann Elíasson, 13.3.2018 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband