HVAÐA LÖG VORU TIL GRUNDVALLAR DÓMINUM??????????

Getur verið að vegna þess að Isavia er ríkisfyrirtæki (þó svo að Isavia sé ohf, þá er ekki hægt að segja að ekki séu til staðar nein tengsl), hafi valdið því að dómurinn var Isavia í hag?  Því hefur löngum verið haldið fram að dómar falli einfaldlega ekki ríkisvaldinu í óhag.  En það hefur ekki komið fram hvaða lög lágu til grundvallar dómnum...........


mbl.is Mikil rekistefna eftir úrskurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru loftferðalög sem eiga við um þetta. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur á vef hérðsdóms er ekki er ólíklegt að það verði gert bráðlega þegar búið verður að fara yfir hann og hreinsa út upplýsingar um einkamál sem ekki má birta.

Ef það sem hefur komið fram í fréttum um niðurstöðuna virðist úrskurðurinn vera hárréttur. Heimilt er að kyrrsetja vélina en eingöngu fyrir gjöldum af þeirri flugvél sem eru sögð nema 87 milljónum, og ekki af öðrum vélum sem voru í flota Wow sem hafa verið sögð nema allat að 2 milljörðum.

Lögmaður ALC eiganda vélarinnar hafði áður lýst því yfir að ALC vildi greiða gjöldin af vélinni (87 milljónirnar) til að leysa hana úr prísundinni en því hefði ISAVIA hafnað og krafist allra gjalda af öllum flota Wow (2 miljarðanna). Miðað við niðurstöðu héraðsdóms samkvæmt frásögnum fjölmiðla virðist því sem ALC hafi í raun unnið málið en ISAVIA tapað.

Allt með fyrirvara um að ég hef ekki lesið úrskurðinn heldur aðeins frásagnir fjölmiðla af honum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2019 kl. 19:21

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Guðmundur.  Mér finnst það mjög furðulegt að hægt sé að kyrrsetja eign vegna skuldar þriðja aðila getur það staðist einhver lög?????

Jóhann Elíasson, 2.5.2019 kl. 21:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og ég reyndi að útskýra, þá kemur það fram í loftferðalögum: 60/1998: Lög um loftferðir, 1. mgr. 136. gr.

"Samgöngustofu og þeim sem starfrækir flugvöll eða flugleiðsöguþjónustu er heimilt að aftra för loftfars af flugvelli uns gjöld eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu vegna þess loftfars sem í hlut á eða annarrar starfsemi hlutaðeigandi eiganda eða umráðanda loftfarsins."

Héraðsdómur virðist hafa staðfest nákvæmlega það sem þarna stendur, að kyrrsetning er heimil, en aðeins fyrir gjöldum af viðkomandi loftfari og ekki af öðrum loftförum.

Þetta er ekkert öðruvísi en í öðrum lögum um faratæki. Ef ég er með bíl í láni og fæ stöðumælasekt þá er eigandi bílsins ábyrgur fyrir sektinni og ef ég borga hana ekki og eigandi bílsins borgara hana ekki því hann telur sér það ekki skylt, þá er ekki aðeins hægt að kyrrsetja bílinn heldur gera í honum fjárnám og selja nauðungarsölu til greiðslu sektarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2019 kl. 21:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér aftur Guðmundur, ég held ég hafi náð þessu í fyrra skiptið en það breytir því ekki að mér finnst þetta ekki alveg ganga upp.  Réttur og réttlæti er ekki alltaf það sama........

Jóhann Elíasson, 2.5.2019 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband