NÚNA ERU ÍSLENSKU "SAMRÁÐSOLÍUFÉLÖGIN" LOKSINS AÐ TAKA VIÐ SÉR

Það er engu líkara en að það hafi verið áætlað að Costco gæfist upp eftir nokkra mánuði en svo verður að gæta að því að Íslensku olíufélögin hafa aldrei þurft að takast á við neina alvörusamkeppni fyrr en með komu Costco.  Atlantsolía veitti ekki neina "samkeppni" á sínum tíma........


mbl.is Bensínstríð á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ekki taka þau við sér á landsbyggðini, hæsta verðið alltaf þar.

Hjörtur Herbertsson, 3.6.2019 kl. 16:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Atlantsolía reyndi að veita samkeppni á sínum tíma en beið eðli máls samkvæmt lægri hlut fyrir samráðsfélögunum sem stunda ekki samkeppni heldur fákeppni. Það besta við þetta bensínverðstríð sem er í uppsiglingu er þó að það getur haft bein áhrif til lækkunar á verðtryggð lán heimilanna, eða a.m.k. dregið úr hækkunum þeirra, að því gefnu að Hagstofan mæli verðlagið rétt!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2019 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo fara allir að versla við Skeljung svo Jón Ásgeir geti keypt sér einkaþotu, snekkju og íbúðir á Manhattan!!! 

Sigurður I B Guðmundsson, 3.6.2019 kl. 16:36

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei því miður Hjörtur er það alveg rétt hjá þér enda hafa "samráðsolíufélögin" skipt landsbyggðinni "bróðurlega" á milli sín.  Meira að segja á Akureyri reikna ég ekki með neinni samkeppni..........

Jóhann Elíasson, 3.6.2019 kl. 17:01

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, það er varla hægt að segja að Atlandsolía hafi veitt nokkra samkeppni á sínum tíma, þegar fyrirtækið kom inn á markaðinn, mig minnir að þeir hafi aldrei farið með verðmuninn yfir tær krónur á lítrinn.

Ég veit að þú ert í ágætis sambandi við Guðbjörn Jónsson og veist þá af skrifum hans um verðtrygginguna.  Nýlega sagði hann mér mjög merkilega hluti um verðtrygginguna og margt annað sem hann hefur sagt mér frá og er alveg stórmerkilegt.  Það sem mér finnst einna verst er að það þorir enginn að gefa það út sem hann hefur skrifað.

Jóhann Elíasson, 3.6.2019 kl. 17:10

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vona Sigurður að menn fari EKKI að versla við Skeljung bara vegna þess að  Jón Ásgeir er viðriðinn félagið.......undecided

Jóhann Elíasson, 3.6.2019 kl. 17:14

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jóhann. Jú ég kannast við Guðbjörn og veit nokkurnveginn hvað hann hefur verið að segja um verðtrygginguna. Í gegnum starf mitt höfum við einmitt verið að láta reyna á útfærsluna á verðtryggðu lánunum sem byggist á reglum seðlabankans og er að mínu mati klárlega ólögleg. Umboðsmaður Alþingis fékk málið inn á sitt borð 2011 en þorði ekki að rugga bátnum heldur spurði einfaldlega seðlabankann hvort reglur hans væru löglegar og svarið við því kom engum á óvart. Síðan þá hefur verið reynt að koma þessu fyrir dómstóla en þeir hafa sýnt af sér einbeittan vilja til að vísa slíkum málum frá eða jafnel hunsa þessar málsástæður. Við erum þó ekki af baki dottin, í þessum mánuði verða flutt a.m.k. tvö mál fyrir dómstólum þar sem mun reyna á þetta með nýjum hætti sem gerir það eiginlega óumflýjanlegt að taka afstöðu, því það er ekki heimilt að vísa nauðungarsölumáli frá dómstólum heldur verður að leiða það til niðurstöðu. Svo er líka annað mjög merkilegt, að samkvæmt lögum um fasteignalán til neytenda sem tóku gildi 1. apríl 2017 er ekki lengur heimilt að innheimta kostnaðarliði sem reiknast í prósentum, aðra en sjálfa vextina, sem að mínu mati útilokar þar með verðbætur. Þetta hefur ekki farið hátt, því svo virðist sem hlutaðeigandi eftirlitsaðila skorti nægilegan lagaskilning. Það má líkja því ástandi við það ef allir keyrðu yfir hámarkshraða en lögreglan stoppaði engan vegna vanþekkingar hennar á hraðatakmörkunum, sem væri auðvitað með öllu óásættanlegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2019 kl. 18:25

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega í þessu riti Guðbjörns, sem hann BENDIR Á MARGAR LAGAGREINAR SEM HAFA VERIÐ BROTNAR VIÐ FRAMKVÆMD VERTRYGGINGARINNAR OG STYÐUR ÞETTA MEÐ MJÖG GÓÐUM RÖKUM, að mínu mati.  Og akkúrat eins og þú lýsir, þá finnst mér dapurlegt að enginn skuli ÞORA að gefa þetta út.  Þetta er svona svipað dæmi og með bókina sem hann skrifaði um "BESTA FISKVEIÐISTJÓRNUNARKERFI Í HEIMI" Það þorði enginn að gefa það og endaði þannig að hann gaf það sjálfur út.  Kvöldið áður en verkið átti að fara í prentun hringdi prentarinn, sem hann hafði samið við og sagði honum að hann væri hættur við.  Á endanum fékk hann annan prentara í verkið, en þar með var ekki allt búið þegar kom að "hilluplássi" í bókabúðum fékk bókin "pláss" úti í horni, þar sem nánast öruggt var að enginn sæi hana.  Þegar bókin var búin að vera þarna í horninu í þrjár vikur var hringt í hann og honum sagt að fjarlægja bókina ÞVÍ ÞAÐ VÆRI ENGIN SALA Í HENNI.  Þannig fór um sjóferð þá.  Ég veit að hann tapaði miklu á þessu og hann er ekkert áfjáður í að endurtaka leikinn og skil ég hann vel.

Það væri mér mikils virði ef þú hefðir samband við mig á mailið; vesturholt@simnet.is eða hringdir í mig, ég er eini Jóhann Elíasson í símaskránni.........

Jóhann Elíasson, 3.6.2019 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband