Föstudagsgrín

Þennan sendi mér dyggur lesandi og sendi ég honum bestu þakkir fyrir.

 

Hjón fóru með fimm ára son sinn á nektarnýlendu á Spáni. Dag einn fór pabbinn í göngutúr á ströndinni meðan mamman lá í sólbaði og sonurinn lék sér í sandinum. Drengurinn fór að skoða sig aðeins meira um og kom svo til móður sinnar og sagði: "Mamma af hverju er typpið á karlmönnum mismunandi stórt"? Mamman hugsaði sig lengi um, en sagði svo: "Það er af því að þeir eru mis ríkir".  Drengurinn var ánægður með þetta svar. Hann lék sér áfram og gekk um á ströndinni. Allt í einu kom hann hlaupandi til mömmu sinnar og sagði með látum: "Mamma, hann pabbi er að tala við konu og hann er alltaf að verða ríkari og ríkari"......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo var það bóndinn sem átti sex börn allt stelpur en hann hafði alltaf dreymt um að eignast strák. Svo verður konan hans enn og aftur ólétt svo hann fer til prestsins og segir honum hvað hann vilji fá strák og hvort presturinn geti nú ekki beðið almættið að svo megi verða. Svo hittir bóndinn prestinn löngu síðar og presturinn segir við bóndann að hann þurfi ekki að hafa neiar áhyggjur. Svo eignast konan barnið og það var stelpa. Þegar barnið var skírt spurði presturinn bóndann hvað á barnið að heita sagði bóndinn: GUÐLAUG.

Sigurður I B Guðmundsson, 1.11.2019 kl. 10:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Æ,æ......cool

Jóhann Elíasson, 1.11.2019 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband