HVAR HEFUR SAMHERJI EKKI ÍTÖK OG ERU ÞEIR AÐ HASLA SÉR VÖLL Á ÖÐRUM VETTVANGI?

Samherjamenn juku við hlut sinn í Eimskip (sem einu sinni var óskabarn þjóðarinnar) og gerðu sig líklega til að gera "yfirtökutilboð" í eftirstandandi hluti.  En en eftir kaupin kom covid-19 til skjalanna og hlutabréfin sem Samherji hafði fest kaup á hríðféllu í verði  og til að bæta gráu ofan á svart, bar þeim samkvæmt lögum að gera öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð, sem var hærra en það verð sem þeir höfðu greitt fyrir hlutinn, sem aftur þýddi að tapið af þessum viðskiptum yrði enn meira en þegar var orðið.  En þeir áttu svar við þessu ÞEIR FENGU BARA "UNDANÞÁGU" FRÁ KAUPSKYLDUNNI".  Til hvers er verið að hafa lög í þessu landi ef SUMIR geta bara fengið UNDANÞÁGU frá því að fara eftir þeim?  Að sumu leiti voru Samherjamenn "heppnir" að covid-19 faraldurinn skyldi koma upp.  Því ég hef ekki heyrt neinn minnast á "Samherjamálið" eftir að faraldurinn fór af stað né minnst á að verðlagning sjávarafurða hér á landi þyrfti skoðunar við......


mbl.is Flutningaskip Samherja um Magellansund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband