LÍTILRÆÐI UM TVÍSKÖTTUN OG SKATTPÍNINGU..................

Áðan hringdi ég á Útvarp sögu og benti á það að greiðsla "mótframlags í lífeyrissjóð" launamanns, væri TVÍSKÖTTUÐ.  Ég var rétt búinn að leggja símtólið á þegar maður hringdi og sagði að þetta væri misskilningur hjá mér ÞVÍ AÐ ATVINNUREKENDUR GREIÐI ÞETTA MÓTFRAMLAG.  Nú verð ég að LEIÐRÉTTA manninn því ATVINNUREKENDUR GREIÐA EKKI KRÓNU HELDUR ER ÞARNA UM AÐ ER RÆÐA UMSAMIN KJÖR (launagreiðendur eru ekki að greiða þetta vegna einhverrar góðmennsku heldur vegna þess að þessar greiðslur eru hluti af LAUNAKJÖRUM viðkomandi launamanns).  OG VEGNA ÞESSARAR UMSÖMDU LAUNAGREIÐSLU ERU ATVINNUREKENDUR BÚNIR AÐ LJÚGA SIG INN Í LÍFEYRISSJÓÐINA OG ÞAÐ MEIRA AÐ SEGJA "STOLIÐ" STJÓRNARFORMANNSEMBÆTTINU Í FLESTUM LÍFEYRISSJÓÐUM LANDSINS.  En áfram skal haldið með þennan tvísköttunarskandal sem er í kringum þetta mótframlag vinnuveitenda.  Að mínum dómi er skýringin á þessar tvísköttun sú að það er í skattalögum að það eigi að greiða skatt af ÖLLUM launum og þarna liggi hundurinn grafinn og þarna sé um að kenna ÓVÖNDUÐUM VINNUBRÖGÐUM.  EF ALLT VÆRI MEÐ FELLDU ÆTTI EKKI AÐ GREIÐA SKATT AF "MÓTFRAMLAGINU" FYRR EN VIÐ ÚTBORGUN LÍFEIRISSJÓÐSINS.  ANNARS HEF ÉG ÁVALT VERIÐ Á ÞEIRRI SKOÐUN AÐ ÞAÐ EIGI AÐ GREIÐA TEKJUSKATT AF LÍFEYRISGREIÐSLUM STRAX OG VIÐKOMANDI LAUNAGREIÐSLA EIGA SÉR STAÐ.

En nú skulum við aðeins líta á PERSÓNUAFSLÁTTINN og þróun hans frá upphafi (1988).  Árið 1988 var PERSÓNUAFSLÁTTURINN 15.524 krónur og neysluverðsvísitalan var 100.  Í mars á þessu ári var neysluverðsvísitalan 528,8 og  PERSÓNUAFSLÁTTURINN 53.916 krónur en ef hann hefði fylgt neysluverðsvísitölunni hefði hann átt að vera 82.091 krónur.  Það sést nokkuð vel hversu skattpíningin hefur aukist gríðarlega hér áa landi á undanförnum árum og áratugum.  Árið 1997 var ekki greiddur tekjuskattur af lægstu launum og "bótum" en í dag eru ENGIN laun undanþegin tekjuskatti.  Það þarf nú ekki mikla spekinga til að sjá það að mesta kjarabótin væri í því fólgin að HÆKKA persónuafsláttinn og þá um leið að gera þær breytingar á skattkerfinu að laun sem eru  400.000 krónur og lægri, verði undanþegin tekjuskatti.  Þetta lága skattþrep þyrfti að vera í dag 19,09% (sjá útreikninga).  Þetta lága skattþrep þyrfti að gilda fyrir heildarlaun að tæpum 450.000 krónum (sjá útreikninga).  Þessar breytingar á skattkerfinu yrðu nokkuð kostnaðarsamar, en það er fyrst og fremst vegna þess að þessi þróun hefur staðið svo lengi.  Ef þetta er nefnt þá kemur núverandi Fjármálaráðherra og væli yfir því hvað þetta væri rosalega dýrt en honum finnst greinilega ekki mikið að greiða fleiri hundruð milljarða í ýmis "GÆLUVERKEFNI" og ekki heyri ég hann minnast á að það þyrfti að taka til í ÚTGJÖLDUM BÁKNSINS..........  ATH. AÐ KLIKKA Á MYNDINA TIL AÐ STÆKKA HANA..

Laun og skattar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þessa úttekt Jóhann, þörf og sönn er hún. Það ætti ekki að þurfa að fara framhjá neinum að mótframlag atvinnurekenda er hluti af launakjörum, um samin þjófnaður í kjarasamningum, bæði atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni til stórskammar.

Magnús Sigurðsson, 2.11.2022 kl. 12:48

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir góð orð í minn garð Magnús.  Mér hefur blöskrað svo þessi lygi með "mótframlagið" að ég fann mig knúinn til að mótmæla þessari landlægu lygi, sem virðist ætla að verða mjög lífseig......

Jóhann Elíasson, 2.11.2022 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tillaga til þingsályktunar um skattleysi launatekna undir 400.000 kr. og 400.000 kr. lágmark til framfærslu lífeyrisþega:

4/153 þáltill.: hækkun skattleysismarka og lágmarksframfærslu lífeyrisþega | Þingtíðindi | Alþingi

Guðmundur Ásgeirsson, 3.11.2022 kl. 16:15

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið og þennan "hlekk" sem þú sendir mér Guðmundur.  Reyndar held ég að það að ef menn ætla sér að skerða persónuafsláttinn í hlutfalli við tekjur manna sé stjórnarskrárbrot (brjóti gegn jafnræðisreglunni),  Enda sé ég ekki heldur fyrir mér hvernig svoleiðis lagað ætti að framkvæmast með góðu móti.  En tillagan um 400.000 króna skattleysi þykir mér góð............

Jóhann Elíasson, 3.11.2022 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband