Eru Íslendingasögurnar "Norskur"menningararfur?

Í morgun las ég stórmerkilega frétt í Fréttablaðinu en þar sagði (á forsíðu) " að Norska bókmenntaelítan hefði komist að þeirri niðurstöðu að VÖLUSPÁ og HEIMSKRINGLA SNORRA STURLUSONARséu tvö bestu bókmenntaverk Norðmanna". Handritin eru í fyrsta og öðru sæti á lista yfir 25 rit sem mælt er með að öll norska þjóðin lesi svo hún viti almennilega hver menningararfurinn er (Sjá meiri umfjöllun á www.dagbladet.no/kultur )

Þessi frétt kom mér svosem ekki alveg í opna skjöldu.  Ég bjó í Noregi í rúm tvö ár (vegna náms) þar las ég Íslendingasögurnar á norsku og það sem sló mig sérstaklega var að þar var hvergi minnst á Ísland og sem dæmi má nefna að Hlíðarendi í Fljótshlíð gat alveg verið einhver bær á vesturströnd Noregs.  Við Íslendingar vitum betur en það er ekki nóg það þarf að gera eitthvað í því að kveða þessa vitleysu Norðmanna niður í eitt skipti fyrir öll.  Allir þekkja þrákelkni Norðmanna í sambandi við þjóðerni Leifs Eiríkssonar og fleiri dæmi væri auðvelt að nefna t.d. las ég í Aftenposten, umfjöllun um Eirík Hauksson, en þar er hann "Norsk-Íslenskur".

Kannski eru Norðmenn svo menningarlega fátækir að þeir þurfa að "stela" frá öðrum.  En eitt er víst að ef ekki væri fyrir Konungsbók Eddukvæða vissu Norðmenn ekkert um sögu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Ég tók einusinni dönsku"Oslóferjuna".Og í pakkanum var sight-seeing um Osló.Leiðsögumaðurinn (var að vísu kona)talaði mikið um "víkingana"en bara um norska og sænska víkinga.Ég lenti í stælum við hana og hún lofaði bót og betrun.Hvort það hefur svo skeð veit ég ekki.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 4.6.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband