ÞAÐ ER MIKILL MUNUR Á ÞESSUM TVEIMUR ÞJÓÐFÉLÖGUM - FÆREYINGUM Í HAG......

Eitthvað besta og mest fræðandi útvarpsefni hér er á landi, er á Útvarpi Sögu og í sérstöku  uppáhaldi hjá mér eru þættir þar sem rætt er við Jens Guð og alveg sérstaklega flott er þegar hann talar um Færeyjar og um samfélagið þar.  Eins og Jens lýsir samfélaginu í Færeyjum, þá er alveg ljóst að við Íslendingargetum lært MJÖG MIKIÐ af þeim en HROKINN er svo mikill í okkur að mönnum hér á landi finnst það alveg fráleitt.  Þetta hefur orðið til þess að ég hef farið að hugsa málið.  ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ RÉTTLÆTA SPILLINGUNA OG ÓRÁÐSÍUNA HÉR Á LANDI MEÐ ÞVÍ AÐ VEGNA FÁMENNIS HÉR Á LANDI SÉU HLUTIRNIR EINS OG ÞEIR ERU.  En bíðum nú aðeins við FÆREYINGAR ERU RÚMLEGA 54.000 OG Í KRINGUM NÆSTU ÁRAMÓT "DETTA" ÞEIR Í 55.000,  EÐA UM ÞAÐ BIL ÁTTA SINNUM FÆRRI EN ÍSLENDINGAR OG GENGUR BARA MJÖG VEL AÐ REKA SITT LITLA ÞJÓÐFÉLAG.  Getur verið að þegar er komið yfir einhver viss mörk í þjóðfélagsstærðinni, FARI AÐ HALLA UNDAN FÆTI Í SIÐFERÐINU?  Til að mynda þá var nokkurn veginn í lagi hér í þjóðfélaginu í kring um árið 1990 en upp úr aldamótum 2000 fór að halla verulega undan fæti og síðustu árin hefur ALLT VERIÐ Í FÁRI.... 

 


mbl.is Hvað á að gera við peningana frá frúnni í Þórshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hagsmunafélög, Píratar og "góða fólkið" stjórna líklega ekki umræðunni þar eins og hér. 

Sigurður I B Guðmundsson, 3.10.2023 kl. 16:32

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er örugglega stór hluti þess hvað Færeyingum gengur vel að  stjórna sínum málum Sigurður.....

Jóhann Elíasson, 3.10.2023 kl. 17:35

3 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  takk fyrir þetta!

Jens Guð, 4.10.2023 kl. 08:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var fullkomlega verðskuldað lof Jens.......

Jóhann Elíasson, 4.10.2023 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband