Nú fer "grilvertíðin" að byrja......

og ekkert veit ég betra á grillið en hrefnukjöt en ég er ansi smeykur um að 40 dýr verði eins og dropi í hafið á þennan markað.  Til þess að anna eftirspurn á heimamarkaði hefði þurft í það minnsta tvöfalt meira magn og talan 100 dýr hefur verið nefnd.  En hvað sem því líður þá er það mikið tilhlökkunarefni að fá nú loksins hrefnukjöt aftur, segja má að þar sé einn af vorboðunum kominn.  En það fylgir alltaf böggull skammrifi, nú byrjar hið árlega "væl" í hvalaskoðunarmönnum.
mbl.is Hrefnukvóti gefinn út í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Rétt er að hrefnukjötið er dýrindisgott og tilhlökkunarefni að fá það.

Hinsvegar, rétt á meðan á umræðunni stendur, hefur þú smakkað höfrungakjöt?  Það flæktist höfrungur í net fyrir norðan og drukknaði.  Ég keypti ca. 1 kíló í kaupfélaginu.  Það er mun dekkra á litinn og vöðvarnir fíngerðari.  Algjört sælgæti.

Svo legg ég til að hvalafriðunarmenn hafi hvorki rit- né tjáningarfrelsi.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 19.5.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú ég hef smakkað höfrungakjöt það var rosalega gott og svo hnísukjöt sem er mjög svipað, það virðist sammerkt með sjávarspendýrunum að kjötið af þeim er mjög gott.

Jóhann Elíasson, 19.5.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband