Of seint um rassinn gripið þegar allt er dottið!!!!!!!

Auðvitað hefði Geir átt að ráða sér efnahagsráðgjafa fyrir löngu síðan en ekki þegar skaðinn af aðgerðarleysinu í efnahagsmálum er orðinn því sem næst óbætanlegur.  En er Geir búinn með þessu að viðurkenna vandamálið?  Fyrst þegar fréttirnar um ráðninguna komu á RÚV hélt ég að svo væri en þá kom viðtal við Tryggva Þór Herbertsson, þá varð mér ljóst að hans hlutverk var eingöngu að réttlæta aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, því miður.  Einhvers staðar var sagt:"þar lagðist lítið fyrir góðan dreng".  Ekki bjóst ég (og fleiri) við því að Tryggvi Þór Herbertsson myndi gangast við því að verða einhvers konar "blaðursfulltrúi" forsætisráðuneytisins.
mbl.is Segir ráðningu efnahagsráðgjafa sýna vandræðagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég játa að Tryggva Þór hefur tekist að gera sig trúverðugan fagmann í efnahagsstjórn í mínum augum- oft og tíðum. Mér hefur þó ekki dulist að hann horfir óþarflega oft augum markaðstrúarbragðanna á flestar lausnir þar.

Það, að ganga til liðs við það skrímsli og þar með Sjálfstæðisflokkinn, jafngildir í mínum augum því að gangast undir pólitíska geldingu sjálfviljugur.

Helvíti er ég hræddur um að þú hafir skilgreint þetta nýja starf hans rétt Jóhann minn.

Árni Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband