Hver er svo fréttin og hver er eiginlega tilgangurinn??????

Þessi frétt segir ekkert annað en að hvölum hefur fjölgað það mikið að það er nánast sama hvert er farið allstaðar er hægt að sjá þá og þeir finnast út um allt, sem segir að það er full ástæða til þess að veiða þá áður en þeir éta okkur alveg út á gaddinn.  Hins vegar segir það nokkuð mikið um "öfgahvalverndarsinna" að þeim hefur tekist að koma sér inn á fjölmiðlana með sinn dæmalausa áróður sem gengur meira og minna út á það að manninum sé orðið ofaukið í náttúrunni.
mbl.is Hvalaskoðun veltir milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvalir hafa synt um höfin, veiðandi án þess að valda skaða milljónir ára.  Það eru Íslendingar, sem hafa komið á ójafnvægi hér við strendur.  Hvernig helduru að brottkast, botnvörpur, og ofveiði á ákveðnum tegundir hafa farið með lífríkið í kringum okkur ?  íslendingar vilja alltaf kenna öðrum um, geta aldrei litið í eigin barm, reyna alltaf að fara auðveldustu leiðina þó að það troði á réttinda aðra.  Hvalveiðar bæði hjá Norðmönnum og Japana eru ríkisstyrkt og rekin með tapi.  Hver greiðir launin hjá sendinefndina okkar á hvalveiðiráðstefnuna ?  Gaman væri að sjá svört á hvítu, hvað þjóðarbúið fær upp úr hvalveiðum og hver kostnaðurinn sé fyrir landið.

 Og hvað gerist ef að Kínverjar, Rússar og Koreumenn bætast í slagin, það er ástæða fyrir því að hvalveiðar voru og eru bannaðir.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:42

2 identicon

ahh vegna þess við erum svo miklar snillingar á viðskipta sviðinu ? það sést.....

Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ragnar, það var ástæða fyrir hvalveiðibanninu á sínum tíma en sú ástæða er ekki lengur til staðar.  Það væri kannski gaman ef þú og aðrir "hvalverndaröfgasinnar" sýndu hverju hvalaskoðanir skila þjóðarbúinu?

Jóhann Elíasson, 23.6.2009 kl. 13:40

4 identicon

Ja, kannski er meira ástæða núna heldur en var þá.  Við vitum ekki hvernig gróðurhús áhrífin fara með þau.  Það er miklu meiri mengun í sjónum núna heldur en var þá.  Hljóðbylgju tilraunir og notkun, grandar helling af hval.  Nútima tækni auðveldar mönnum að finna hvalin.  Hvað helduru að gerist, ef það verður almenn samþykkt að það sé allt í lagi að veiða hval, eins og ég benti á í fyrri athugasemd.  Ef að Rússar, Kínverjar, Koreumenn, og eigum við að bæta Indverja við, færu nú að koma sér upp hvalveiði flotar.  Hvað haldi þið að hvalin lifði lengi ?

Og varðandi hvað þjóðarbúið fær upp úr hvalaskoðun, þá er sjálfsagt hægt að gera fyrirspurn um það til fyrirtækjanna, skattstofuna eða láta einhvern óháða aðila rannsaka það.  En málið er, hvalaskoðun er ekki umdeild, þannig að það þarf ekki að réttlæta hvalaskoðunar ferðir eða útgerð.

 Og afhverju þarf að titla mig sem  „hvalverndaröfgasinna“ ? Hvalverndarsinni er alveg nóg. 

 Hafðu góðan dag.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:18

5 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Ég skil ekki alveg hvað Ragnar er að fara með því að draga Rússa og fleiri inní þessa umræðu. Þetta er kannski gott dæmi um útúrsnúninga hjá hvalverndaröfgasinnum.

Auðvitað eigum við að nýta okkar auðlyndir í hafinu, sérstaklega ef þær eru stórlega vannýttar eins og hvalastofninn.

Eins og Ragnar segir þá hafa hvalir synnt um höfin í milljónir ára. En ef við íslendingar ætlum að lifa á sjávarútvegi þá þarf að nýta alla stofna í fæðukeðjunni á skinsaman hátt, ekki bara fiskinn. Það gerum við meðal annars með því að veiða hvali. Annars gæti þetta endað með hruni í öllum hlekkjum fæðukeðjunnar.

Annað með hvalaskoðun. Í Kanada er búið að banna skoðunarbátum að fara nær hvölum en 500metra vegna þess ónæðis sem skoðunin veldur hvölunum. Það er vísindalega sannað að þetta truflar hvalina mjög mikið. Hvalaskoðun gæti því orðið mjög umdeild hér á íslandi í framtíðinni.

Stefán Gunnlaugsson, 23.6.2009 kl. 16:20

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú ekki flókið dæmi, vegna verkefnis sem ég vann með fleirum var haft samband við RSK og í bókum þar voru skráð átta fyrirtæki með 15 báta í hvalskoðun, samanlögð velta þessara átta fyrirtækja var rétt rúmar 250 milljónir árið 2007.  Ef fólk heldur að þessar rúmu 250 milljónir nægi til þess að reka átta fyrirtæki með 15 báta í rekstri þá er mér illa brugðið.

Jóhann Elíasson, 23.6.2009 kl. 16:26

7 identicon

Ég nefndi aðrir þjóðir eins og til dæmis Rússar vegna þess að við erum ekki einir í heiminum.  Haldi þið virkilega ef við fáum grænt ljós á áframhaldandi veiðum frá umheiminum að fleiri þjóðir myndu ekki fylgja í kjölfarið ?  Ný-sjálfstæðir Grænlendingar gætu nú örruglega farið að veiða hval líka.  Og þá væri bara eftir að stóru þjóðirnar bætust við í hópin og færu að veiða hval í stórum stíl, og þá værum við komnir aftur í stöðuna sem við vorum öll í þegar menn fóru að tala um að friða hval í upphafi.

Kannski ætti skatturinn að rannsaka hvalaskoðunar fyrirtækin, ef þessar tölur séu réttar, ég sé enga ástæða til að rengja þær. Þá er sennilega maðkur í mysunni. Að því sem virðist, þá eru þetta blómleg viðskipti, nóg kostar það að fara með bátana. Þess vegna ætti að skoða allt í réttu samhengi til að leiða hið sanna í ljós, skoða hvalskoðunar fyrirtækin og þá hvalveiði fyrirtækin. Kannski er ég full dipló fyrir „hvalverndaröfgasinni“ að vera , veit það bara ekki.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 20:48

8 Smámynd: Stefán Gunnlaugsson

Bandaríkamenn eru nú stærsta hvalveiðiþjóð heims. Grænlendingar eru að veiða hval og Rússar líka. Þar sem þessi auðlynd er stórlega vannýtt á þessum svæðu er ekkert að því að veiða og nýta þessa stofna. En auðvitað á að friða þá stofna sem eru í hætta á ákveðnum svæðum.

Stefán Gunnlaugsson, 24.6.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband