Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020
21.1.2020 | 19:22
BYRJUNIN HJÁ STRÁKUNUM OKKAR GERÐI ÚT UM LEIKINN.......
Eins og fyrri hálfleikurinn var ömurlegur hjá strákunum, var sá seinni alveg stórkostlegur. Ungu strákarnir sýndu það svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir og svo var "Westinghouse ísskápurinn" okkar á línunni mjög öflugur þegar hann náði að beita sér og mikið sá ég eftir markinu, sem dómararnir tóku af honum með því að flauta á brot Norðmanna "of snemma". Þá er ekki hægt að horfa framhjá frammistöðu Viktors í markinu, það segir nokkuð mikið þegar maður úr tapliðinu er valinn maður leiksins. Þá er ekki hægt að horfa framhjá frammistöðu eins besta handboltamanns í heimi, það er einfaldlega óásættanlegt að fá BARA TVO GÓÐA LEIKI FRÁ HONUM Á STÓRMÓTI..........
Þriggja marka tap gegn Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú er fólki bara fyrir löngu farið að ofbjóða drullumixið sem er í gangi hér á landi. Alveg frá því að "samherjamálið" kom upp hefur almenningur undrast það aðgerðarleysi sem hefur verið af hálfu Íslenskra stjórnvalda og ekki nóg með það ÍSLENSK STJÓRNVÖLD VERÐA AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ERLENDIR AÐILAR FYLGJAST EINNIG MEÐ ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST Í MÁLINU OG FURÐA SIG EINNIG Á AÐGERÐARLEYSI STJÓRNVALDA. Svei mér þá ég er farinn að halda að blogg sem ég setti fram þann 4.12.2019 SJÁ HÉR og að stjórnvöld hafi alveg verið meðvituð um hvað var og er í gangi........
Samherji innleiðir nýtt regluvörslukerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2020 | 17:57
HEFÐI VERIÐ VEL VIÐEIGANDI AÐ BIG BEN HEFÐI HRINGT INN OG FAGNAÐ NÝFENGNU SJÁLFSTÆÐI BRETLANDS VIÐ ÚRGÖNGU ÞESS ÚR ESB....
En það virðast ekki allir gera sér grein fyrir því hversu stór stund í sögu Bretlands þetta verður, nokkrir eru svo forpokaðir í afstöðu sinni til ESB að þeim er illmögulegt að sjá hvers konar skrímsli ESB er og hversu ólánlega þetta samband hefur þróast. Á síðasta ári skrifaði ég smárit, sem mér tókst með hjálp góðra manna að koma á netið SJÁ HÉR. Í þessu smáriti fjallaði ég um tengsl ESB við nasista og það hvernig nasistar hafa í rauninni stjórnað ESB (áður EBE, þetta samband hefur oft skipt um nafn og alltaf hefur markmiðið verið að "lappa" upp á ímyndina út á við, sem ekki hefur reynst vanþörf á). Fyrsti framkvæmdastjóri ESB var nasistinn Walter Hallstein og margir af helstu embættismönnum ESB hafa verið háttsettir og virtir menn úr nasistaflokknum Þýska. Þetta skýrir að miklu leiti þann "skort á lýðræði" sem hefur einkennt ESB í gegnum tíðina Þarna styðst ég við bækur sem hafa komið út um þetta málefni en INNLIMUNARSINNAR viljað "þagga" alla umfjöllun um þetta mál niður og segja þessar bækur bara vera HRÆÐSLUÁRÓÐUR og SAMSÆRISKENNINGAR. Nokkuð mikið hefur verið fjallað um það af INNLIMUNARSINNUM hvernig Breskt samfélag komi til með að liðast í sundur við útgönguna, Breska pundið komi til með að vera í frjálsu falli og raunar átti það að gerast strax þegar Bretar ákváðu það í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016 að yfirgefa ESB. En hvað gerðist? Að vísu lækkaði gengi Breska pundsins fyrstu dagana eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, eða fyrstu þrjár vikurnar um rétt rúm 26%, en sú lækkun var vegna dómsdagspár EVRÓPUSINNA en ekkert af því sem þeir héldu fram rættist og lífið hélt áfram og gekk sinn vanagang. Breska pundið fór smám saman að rétta úr kútnum og nú er svo komið að það er mun sterkara en evran. Málið er nefnilega það að nú eru menn almennt farnir að gera sér grein fyrir því að það verður ESB SEM TAPAR MESTU Á BREXIT OG SENNILEG AFLEIÐING VERÐUR SÚ AÐ EVRAN HRYNUR ENDANLEGA OG ESB VERÐUR EIN RJÚKANDI RÚST EINHVERJUM MISSERUM SEINNA.......
Minnkandi líkur á að Big Ben láti í sér heyra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2020 | 13:57
VONANDI HELDUR ÞESSI GÓÐI ANDI INNAN HANDBOLTALIÐSINS ÁFRAM......
Og að okkar gamla herraþjóð geti notið góðs af frammistöðu Íslenska handboltalandsliðsins. En það er alveg ljóst að Íslenska liðið á sinn erfiðasta leik í riðlakeppninni eftir........
Ómetanlegt fyrir ungu strákana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2020 | 16:06
OG HVAÐ ÆTLI SAMGÖNGUNEFND GETI GERT Í MÁLINU???????
Það væri kannski nær að Umhverfis- og Samgöngunefnd færi að fjalla um áætlanir ISAVIA og Samgönguráðuneytisins um lágmarksframkvæmdir við hina ýmsu flugvelli á landsbyggðinni. Eins og til dæmis Blönduóssflugvöll og flugstöðvarbygginguna þar, en umræða kom upp um ástandið þar eftir rútuslysið þar um helgina. En að Samgöngunefnd fari að fjalla um samskipti BOEING og Icelandair, er alveg út úr kú því samskipti tveggja einkafyrirtækja eru einfaldlega ekkert á könnu Alþingis eða nefnda þess.......
Vill að samgöngunefnd taki MAX til umfjöllunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En Íslenska liðið verður að passa sig eftir þennan sigur það er ekki hægt að segja að sagan sé okkur hagstæð, það er einum of algengt að við höfum unnið fyrsta leik og svo ekki söguna meir. Nú er það áskorunin að láta þá sögu ekki endurtaka sig. En það verður ekki horft framhjá því að leikur Íslands í dag var stórkostlegur og hlýtur að vera sérstaklega SÆTT fyrir Guðmund ÞÓRÐ Guðmundsson að vinna þennan sigur, nánast á heimavelli Dana og þannig að ná fram hefndum vegna framkomu Dana við hann, þegar hann þjálfaði landslið þeirra og gerði þá að ólympíumeisturum.......
Að vinna besta lið heims er mjög stór sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.1.2020 | 13:53
ESB ÆTLAR ALDREI AÐ HLEYPA BRETUM ÚT - ÞAÐ STÓÐ OG STENDUR EKKI TIL AÐ VIRÐA LÝÐRÆÐISLEGA ÁKVÖRÐUN BRETA, FRÁ ÁRINU 2016 UM ÚTGÖNGUÚR BANDALAGINU......
Enda hefur stjórn ESB metið það svo að verði Bretum "hleypt" út, verði það upphafið að falli ESB. Þessi frétt ætti að opna augu INNLIMUNARSINNA á Íslandi á því sem kemur örugglega til með að gerast með fiskveiðiauðlindina hér og hvað er þegar byrjað með sameiginlegri orkustefnu ESB. ÞETTA SÝNIR OKKUR SVART Á HVÍTU AÐ ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ FRAMUNDAN, HJÁ OKKUR ÍSLENDINGUM, EN AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP OG LOSA OKKUR UNDAN OKI ESB ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT........
Hótar Bretum þorskastríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2020 | 01:04
Föstudagsgrín
Í upphafi skapaði Guð heiminn og hvíldist. Þá skapaði Guð manninn og hvíldist. Þá skapaði Guð konuna. Síðan þá hefur hvorki Guð eða maðurinn hvílst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2020 | 20:24
VILL UTANRÍKISMÁLANEFND EKKERT FARA YFIR ÞETTA??????
Eða finnst Rósu Björk það meira mál að einn hryðjuveramaður og fylgdarlið hans sé drepinn heldur en 176 almennir borgarar???? Forgangsröðunin hjá "Vinstri Hjörðinni" hefur alla tíð verið svolítið "undarleg" þó ekki sé nú fastar að orði kveðið....
Skotið hafi verið á farþegaþotuna fyrir mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.1.2020 | 15:06
VISSULEGA HEFUR TÍMABILIÐ VERIÐ MJÖG GOTT HINGAÐ TIL....
En það er ekki búið og er kannski ekki fullmikið að fara að tala um hvað gæti orðið??? Er ekki bara best að gera tímabilið upp þegar það er búið?????
Metin sem Liverpool gæti slegið í vetur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |