ÆTLAR AÐ VERÐA DÝRT GÆLUVERKEFNI...............

Margra mánaða vinna "Stjórnlagaráðs" skilaði ekki af sér nema "hrákasmíð" sem verður að stagbæta og vinna aftur bara svo hægt sé að lesa eitthvað af viti úr þessum arfarugluðu "tillögum" að nýrri stjórnarskrá.  Það var skutlað í þetta gæluverkefni Heilagrar Jóhönnu HUNDRUÐUM milljóna og til að hægt verði að leggja þetta fram sem fullburða frumvarp þarf að bæta við slatta í viðbót............
mbl.is Frumvarpið lagt fram í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna voru kosningar um stjórnarskrár-tillögurnar, áður en allt var fullrætt og frágengið á löggjafaþinginu?

Ég skil það ekki ennþá.

En einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því? Einhverjir vita hvers vegna, en segja ekki frá! Er það heiðarlegt af þeim sem vita, að segja ekki frá? 

Ég held það hljóti að vera ósk flestra Íslandsbúa, að þeir hafi síðasta atkvæðisrétt í þessu stjórnarskrármáli, eins og öllum öðrum mikilvægum málum, sem skipta alþýðu þessa lands máli.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.11.2012 kl. 00:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tel að það hafi verið til þess að almenningur gæti lagt sitt af mörkum til að sýna hvað ætti að leggja áherslu á, svo verður kosið aftur með fram alþingiskosningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2012 kl. 00:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég heyrði um þetta mál í Rúv/sjón,þar sem þeir er funduðu um tillögurnar nefndu ágalla eins og losaralega unnið ofl. það sem ég hjó eftir var síðan kafli um forsetaenbættið,en því náði ég ekki,þar sem ég er óvenjulega upptekinn um þessar mundir. Eitt hefur legið fyrir frá því Jóhanna startaði óvinsælu umsókninni í Esb. hún varð að breyta stjórnsrskránni,hún veit að því verður aldrei hleypt í gegn vegna ákvæða í þeirri gömli,góðu,er mér óhætt að segja. Með vísan til þess tortryggðum við hörðustu andstæðingar inngöngu Íslands í ESB.allt sem sem viðkemur breytingum á Stjórnarskránni og höfðum ærna ástæðu til.

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2012 kl. 01:03

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ásthildur, ég get ómögulega gert að því að mér finnst þetta með að blanda almenningi í stjórnarskrármálið vera lítið annað en lýðskrum.  T.d vorum við rétt komin út úr hruninu (og allir meira og minna í áfalli yfir þeim hörmungum sem gengið höfðu yfir landið) þegar boðað var til þjóðfundarins fræga, sem alltaf er verið að vitna til.  Þegar áföll dynja yfir er fólki yfirleitt veitt áfallahjálp en ég veit ekki til að nokkrum manni hafi verið veitt áfallahjálp eða boðið upp á slíkt eftir hrunið.  OG ALDREI HEF ÉG VITAÐ TIL ÞESS AÐ NOKKUR SÉ BEÐINN UM AÐ TAKA MIKILVÆGAR ÁKVARÐANIR UM FRAMTÍÐ SÍNA STRAX EFTIR STÓRT ÁFALL EINS OG VAR GERT ÞARNA.  Því er allt þetta stjórnarskrárferli, að mínu viti, TÓMT KLÚÐUR OG VITLEYSA.

Jóhann Elíasson, 13.11.2012 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband