HVER YRÐI MISSIR ÞJÓÐARINNAR????

Að mínu mati myndi þjóðin ENGU tapa, eina tapið
yrði fyrir Vinstri menn sem myndu tapa málsvara.  Það eru bara breyttir
tímar, síðan RÚV var stofnað og þá var aðalmálið þetta "öryggishlutverk",
sem stofnunin hafði gagnvart landsmönnum og svo átti að útvarpa og þegar
sjónvarp kom var send út stefnuræða forsætisráðherra og
"eldhúsdagsumræður" á Alþingi.  Ég veit ekki með aðra en ekki
myndi ég sakna þessara dagskrárliða.  Í gegnum tíðina og þá á fyrri hluta
síðustu aldar sinnti RÚV þessu öryggishlutverki sínu ágætlega og stundum af
stakri prýði.  En þegar fór að líða á skipti þetta minna og minna máli hjá
stofnuninni og keyrði alveg um þverbak í Suðurlandsskjálftanum 17 júní árið
2000.  En þá var RÚV með beina útsendingu frá annaðhvort HM í knattspyrnu
eða EM (man ekki hvort var) og sáu ekki nokkra ástæðu til að rjúfa útsendingu
og tilkinna um atburðina.  Svo hefur það bæst við núna seinni árin að
fréttastofa RÚV er orðin
MJÖG pólitísk.  ÉG GET EKKI MEÐ NOKKRU MÓTI
SÉÐ AÐ ÞAÐ SÉ NEINU FÓRNAÐ ÞÓTT RÚV YRÐI EINKAVÆTT og ef enginn getur eða vill kaupa verður að grípa til annarra aðgerða.
  Eitt er víst að ég hef afskaplega lítinn áhuga á að reka pólitískt apparat eins og RÚV er orðið............


 
mbl.is „Spurning hvort Ríkisútvarpið lifir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jóhann,

Einkavæða segir þú.  Það tókst nú ekki svo vel þegar bankarnir voru einkavæddir;)  Hvað þá með að einkavæða Landsbankann?  Það er kannsi ekki lengur þörf á því, því ég get ekki betur séð en að þar sitji orðið við kjötkatlana sama liðið og kom Landsbanakanum svo gælsilega á hausinn að hann trónir nú á meðal fjögurra stærstu gjaldþrota heims!  Og ef Landsbankinn er ekki pólitískt apparat þá veit ég ekki hvað er pólitískt apparat.  En það mátti ekki láta þessa banka fallera um árið, því þeir voru "of stórir" 

Persónulega sé ég ekki hvaða vandamál er við RÚV. Ég les ruv.is daglega, eins of mbl.is.  Oft er ruv.is með aðrar fréttir og oft eru þetta sömu fréttirnar.  Ég sá í gær fréttir af því að Bogi Ágústsson gerði ekki annað en lesa upp fréttir frá Reuters.  Það má satt vera, en a.m.k. hefur RÚV fólk sem skilur ensku, sem er oft vafamál þegar maður les sumt ruglið sem er sett fram á mbl.is - að maður tali nú ekki um þá nauðgun á íslenskunni sem þar fer fram oft á tíðum.  Ef aðrir fréttamiðlar og bloggarar tækju RÚV sér til fyrirmyndar í því efni, þá væri það að hinu góða:)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 17.8.2013 kl. 15:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er að sjálfsögðu er það þitt mál ef þú sérð ekki nein vandamál við RÚV.  Þó að ekki hafi farið vel við einkavæðingu bankanna er ekki hægt að halda því fram að það eigi bara að hætta allri einkavæðingu til allrar eilífðar.  Í það minnsta tæki þjóðin ekki lengur þátt í því að greiða fyrir það bruðl sem er í gangi innan stofnunarinnar.  Ekki hef ég orðið var við neinar sérstakar og skemmtilegar fréttir á RÚV síðan að Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni var sagt upp störfum þar, en hann var eini maðurinn sem var með eitthvað mannlegt og skemmtilegt þar á bæ.  Ekki er nú alltaf voðalega gott málfarið á RÚV og þó það sé kannski verra annars staðar þá má samt alltaf bæta hlutinn og þessi rök minna nú svolítið á fyllibyttuna, sem segir "ja ég er þó skárri en Jón sem drekkur helmingi meira en ég".  Vissulega er Landsbannkinn pólitískt apparat en munurinn er sá að landsmenn þurfa ekki að greiða beint til hans á hverju ári.

Jóhann Elíasson, 17.8.2013 kl. 16:46

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Munurinn á bönkunum og RÚV er sá að Arnór að þú réðir því hvort þú værir í viðskiptum við þá eða annan einkarekinn banka,ef sá banki var til staðar á þeim tíma,man það ekki.Það þarf ekkert endilega að einkavæða RÚV.Það mætti læsa dagskránni og leyfa þeim einum að horfa sem áhuga hefði að borga afnotagjöld.Leggja af nefskattinn.Þá væri komið til móts við þá sem vilja ríkismiðil.Að sjálfsögðu yrðu þeir hinir sömu að leggja fram meira þegar þeir hafa ekki hina til að greiða með sér.Er þetta ekki bara sanngjarnt.?

Jósef Smári Ásmundsson, 17.8.2013 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband