ER TIL EINHVER HEIMILD FYRIR "JAFNAÐARLAUNUM" Í LÖGUM???????

Ekki hef ég rekist á þessa heimild og þegar sonur minn fór til VR vegna þess að Ferskar Kjötvörur greiddu honum jafnaðarlaun, honum var svo sagt upp störfum fyrir að fara til VR, var honum sagt að jafnaðarlaun væru ólögleg.  Nú eru orðin fimm ár síðan þetta var og enn eru fyrirtæki að stunda þetta.  Eru engin viðurlög og komast fyrirtæki bara endalaust upp með að brjóta á starfsfólkinu og enginn gerir neitt???  Hvers konar liðleskjur eru  það sem eru í forsvari fyrir verkalýðsfélögin er ekki líka kominn tími til að það verði útbúinn listi yfir þessi fyrirtæki, þessi listi verði birtur opinberlega og almenningur sniðgangi þessi fyrirtæki????  Ég veit ekki betur en að Ferskar Kjötvörur greiði enn þann dag í dag jafnaðarkaup þrátt fyrir að fyrir fimm árum, hafi verið kvartað vegna þess til VR.  Hver voru eiginlega viðurlögin???  Það eru  reglulega að berast fréttir af svona hátterni, það verður smá  "moldviðri" í tvo til þrjá daga en svo verður allt eins og "blómstrið eina".............
mbl.is „Mér fannst þetta skítleg framkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og mörgum er kunnugt fór dóttir mín af stað gegn Lebowski Bar og fjallað hefur verið um. Ég gleðst að nú skuli fleiri stíga fram, nafngreina staðina og hvetja fólk á of lágum jafnaðarlaunum til að gera slíkt hið sama.

Ég hef skorað á þingmanninn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur að láta málið til sín taka í þinginu og tók hún áskoruninni. Það sem þarf er laga-eða reglugerðaheimild til að starfsmenn verkalýðsfélaga geti farið inn og skoðað launakjör staða án þess að nokkur eigi á hættu að vera rekinn. Það er ólíðandi að framferði vinnuveitenda af þessum toga sé liðið.

Þingmenn mega líka setja inn sektargreiðslur eða annars konar viðurlög. Fá vinnuveitendur til að sjá ljósið, ekki sé hagstætt að undirbjóða kjarasamninga.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 13:11

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það eru í gildi samningar um vaktavinnuálag ofan á dagvinnuna. Það er mismunandi hvort fólk er á tvískiptum dag- og eftirvinnuvöktum, eða þrískiptum dag- eftirvinnu- og næturvöktum sem tíðkast þar sem keyra þarf framleiðsluna allan sólarhringinn. Þegar ég var í námi í FB vann ég á næturvöktum hjá Hampiðjunni. Þeir voru með sér næturvakt og síðan tvískipta dag- og eftirvinnuvakt . Þegar unnið var eingöngu á næturvaktinni var álagið meira en á hinni vaktinni en það var að sjálfsögðu ekki greitt Næturvinnukaup. Til þess að fólk hafi rétt á eftirvinnukaupi þarf fyrst að skila 8 tímum á dag eða 40 tímum á viku í dagvinnu.Næturvinnukaupið er síðan greitt eftir 8 tíma í dagvinnu og eftir einhverja tíma í viðbót af eftirvinnutímum sem ég man reyndar ekki í svipinn hvað er. Og þá á fólk líka rétt á 11 tíma hvíld fyrir næsta vinnudag og fullt dagvinnukaup greiðist frá því að vinnutími hefst daginn eftir og þangað til það á að mæta. Eða fólk getur unnið sér inn frítökurétt. En lögin þarf að skerpa eins og Helga Dögg bendir á. Verksamningur( stöðluð eyðublöð þar sem beint er tilvísað í lög og kjarasamninga) eru skylda samkvæmt EES samningi og þá á að sjálfsögðu að framfylgja því.Til þess að fylgjast með að lög séu virt ætti vinnumálastofnun að vera heimilt að fara inn á vinnustaði og fá afrit af launaseðlum starfsmanna. Þá ættu starfmenn að geta komið með nafnlausar ábendingar til vinnumálastofnunar um brot og þar með gætu fyrirtækið ekki tengt kæruna til þessa ákveðna starfsmanns. Að sjálfsögðu á félagsmálaráðherrann að gera skyldu sína og gangast inn í þetta mál. Það er hans hlutverk.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.8.2014 kl. 13:48

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg tek ég heilshugar undir allt sem þú skrifar hérna.  Ég hef farið yfir kjarasamningana og heldur finnst mér allt vera fátæklegt, sem varðar umfjöllun um aðgerðir vegna BROTA á samningum.  Mér finnst með öllu fáránlegt að þegar var kvartað yfir launum sem Ferskar Kjötvörur greiddu fyrir fimm árumskuli ENGAR breytingar hafa orðið á launagreiðslum fyrirtækisins, heldur halda þeir ótrauðir áfram á sömu braut eins og ekkert hafi gerst....  Er þetta ekki fullkomið dæmi um máttleysi verkalýðsfélaganna????  Ég segi fyrir mig að ég er fyrir löngu hættur að kaupa vörur frá fyrirtækinu en það hefur lítið að segja ef engin samstaða er um að fleiri fari þessa leið...........

Jóhann Elíasson, 13.8.2014 kl. 14:08

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Jósef Smári, þetta er staðfest í lögum 88/1971 lög um 40 stunda vinnuviku.  Þessi ákvæði um 11 tíma hvíld voru margbrotin hjá Ferskum Kjötvörum enda á ég erfitt með að sjá að menn sem unnu 90 - 100 klst á viku hafi getað uppfyllt þesi skilyrði.  Það virðist bara vera að sum fyrirtæki komist upp með það að brjóta lögin, árum ef ekki áratugum saman án þess að nokkuð sé aðhafst en svo eru aðrir teknir algjörlega fyrir og þá á ég ekki eingöngu við brot á starfsfólki.  Hver skyldi ástæða þess eiginlega vera????

Jóhann Elíasson, 13.8.2014 kl. 14:30

5 identicon

Jóhannes vantar lagaheimildir og frásagnir. Starfsmenn þegja of oft.

Hvíldartímaákvæðið þekkja alltof fáir og frítökuréttinn. Það þarf að upplýsa unga fólkið okkar mun betur en nú er gert. Sé gjarnan, eins og ég hef sagt áður, skylduáfanga í framhaldsskólanum þar sem tekið er á skyldum og réttindum launþega. Held að slík fræðsla skili töluverðu. Ábótavant eins og fyrirkomulagið er í dag, ef eitthvað er! Eins gætu stéttarfélögin ráðið til sín menntunarfræðing sem sér um slíka fræðslu. Ein kennslustund er þó varla nóg. Bragabót þarf að gera á málaflokknum, til hverra ætti að höfða, það er spurning!

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 14:50

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki alveg sáttur við að vera  kallaður Jóhannes þar sem ég heiti Jóhann en ég sofna nú alveg í kvöld þrátt fyrir þessi mistök.  Atvinnurekendum er alveg fullkunnugt um þessi hvíldartímaákvæði og það er þeirra að sjá um að þau séu virt.  Auðvitað er það unga fólkið, sem þarf að fræða.  Ég veit ekki betur en að Þorgerður Katrín sé með menntunarmál SA á sinni könnu. Hvernig stendur á að verkalýðsforystan er ekki með eitthvað svoleiðis batterí á sinni könnu og beitir því effektíft???  Eins og við höfum rætt áður Helga þá þarf að koma þessari fræðslu inn í framhaldsskólana, mér fannst þessi "lífsleiknikennsla" algjörlega ómarkviss og fór algjörlega eftir áhugasviði þess kennara sem sá um hana.  Í það minnsta var það þannig þegar ég var kennari í framhaldsskóla..............

Jóhann Elíasson, 13.8.2014 kl. 15:12

7 identicon

Biðst velvirðingar á nafnaruglingnum. Gleður mig að þú sofir vegna þessa.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 22:23

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var nú svosem ekkert stórmál.............

Jóhann Elíasson, 14.8.2014 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband