PÍRATAR - LEYNILEGA KOSNINGU???????

Var ekki þeirra helsta baráttumál, fyrir síðustu Alþingiskosningar, meira gagnsæi og opnara stjórnkerfi, er stefnan breytt og skýrir það kannski fylgisaukningu Pírata????


mbl.is Vilja leynilegar kosningar um vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Ekki er merkileg virðingin í reynd fyrir lýðræðinu hjá Pírötum.

Á sama tíma og Björt framtíð þingaði nýlega og valdi sér, með atkvæðum flokksmanna víða af landinu, nýja forystu, þá héldu Píratar EKKI slíka ráðstefnu til að stokka upp hjá sér, heldur ákváðu örfáir leiðandi flokksbroddar það einhliða, hverjir skyldu verða þeirra foringjar á Alþingi og út á við!

Kristin stjórnmálasamtök, 23.10.2015 kl. 14:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpps! Hér átti innleggið að vera í mínu nafni, ekki KS.

Jón Valur Jensson, 23.10.2015 kl. 14:08

3 identicon

"Mark­miðið með þeirri til­hög­un er að gera þing­mönn­um kleift að greiða at­kvæði eft­ir sann­fær­ingu sinni án ut­anaðkom­andi þrýst­ings hvort sem hann er frá samþings­mönn­um, kjós­end­um, fjöl­miðlum eða öðrum"

já fúlt er það orðið fyrir píratana, ef þeir geta ekki unnið á þingi án þess að vera að spá í þessa leiðinda kjósendur.

Helgi sjálfur er reyndar orðin hálfu verri en þeir sem hann gagnrýnir, af dónaskapnum og leikritunum sem hann hefur sett upp að dæma. Það er hinsvegar missir af Jóni Þór, hann var sá eini í flokknum sem ekki var dottinn í leðjuna.

runar (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 14:12

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

rúnar, það er ALLTAF hægt að hafa áhrif á það hvernig þingmaður greiðir atkvæði, hvort sem kosningin er leynileg eða ekki.  En málið er það á endanum er það þingmaðurinn sem greiðir atkvæðið og þá kemur í ljós hvort hann er nógu og sterkur til að standa í lappirnar og kýs eftir eigin sannfæringu eða lætur undan þrýstingi...

Jóhann Elíasson, 23.10.2015 kl. 16:43

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að fólk greiðir atkvæði samkvæmt samvisku sinni, þá þarf ekkert að vera með það í felum.

Það sýnir sig með hverjum deginum að sjóræningjarnir meina ekkert með þessu "meira gegnsæi og opnara stjórnkerfi kjaftæði.

Það sem mér finst furðulegt er að margir Íslendingar kokgleypa öngulinn og sökkuna líka með þessu kjaftæði sjóræningjanna.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 03:28

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Leynileg kostning á Alþingi, um afmarkað mál eins og vantraust á ríkisstjórn, er ekkert svo vitlaus. Auðvitað er hægt að rakka hugmyndina í skítinn, með því að horfa framhjá ástæðum.  Megin ástæðan er auðvitað sú, það eru svo miklar gungur á Alþingi, sérstaklega í framsókn og sjálfstæðsiflokkum. Hin ásæðan er sú, að þingmenn fara ekkert eftir sinni eigin sannfæringu, heldur flokkslínum. Pétur heitinn Blöndal fór eitt sinn eftir sinni sannfæringu, eftir það fékk hann ekkert embætti þótt elstur væri. Þannig hugmyndin er ekkert svo vitlaus, ef fólk pælir í því.

Jónas Ómar Snorrason, 24.10.2015 kl. 06:46

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, það viðgengst ekki í einu einasta lýðræðiríki, að vera með leynilega kosningu um vantraust á ríkisstjórnina og það er ástæða fyrir því.  Það er lágmarkskrafa á þingmenn að þeir þekki og virði reglur Alþingis.

Jóhann Elíasson, 24.10.2015 kl. 08:16

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Er fullkomlega sammála lágmarkskröfuni. Hins vegar veit ég ekki um neitt lýðræðisríki, þar sem Alþingi viðkomandi lands hafi 5-10% traust sinnar þjóðar, eins og Alþingi Íslendinga hefur, eðlilega enda hagar fólk sér á þingi eins og í sandkassaleik eða þaðan af verra. Að mörgu leiti held ég, að Alþingi sé illa upp alið, þar sem haldið er í jafnvel slæmar hefðir, jafnvel flestir þingmenn viðurkenna það. Að öðru leiti stend ég við það sem ég sagði í #6.

Jónas Ómar Snorrason, 24.10.2015 kl. 09:54

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Traust Alþingis skiptir engu máli í þessu samhengi en það er alfarið hátterni þingmanna sjálfra sem spilar þar inn í.  Alþingismenn verða bara að fara að haga sér eins og menn til að fólk beri einhverja virðingu fyrir þeim og þeirra störfum. Ég skrifa alveg undir það að þingmenn séu illa upp aldir og ég vil bæta því við að forseti Alþingis ætti að beita mun meiri aga á þá Ég held nú að Pétur Blöndal, hafi oftar en einu sinni farið eftir sannfæringu sinni og það er nú svolítið "bratt" að halda því fram að þess vegna hafi hann ekki fengið hin og þessi embætti.

Jóhann Elíasson, 24.10.2015 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband