ERU UMMÆLI AF ÞESSU TAGI SÆMANDI FORSETAFRAMBJÓÐANDA?

Er ekki nokkuð vafasamt, af manni sem vil gegna embætti Forseta Íslands, að kalla ráðherra í ríkisstjórninni STRENGJABRÚÐUR?  Hann er strax búinn að gefa það í skyn að hann vilji pólitískt Forsetaembætti og ekki nóg með það hann tekur pólitíska stöðu. 


mbl.is Ástþór á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að atburðir síðustu daga hafa sýnt með ótvíræðum hætti að við þurfum einstakling í embætti forseta Íslands sem hefur djúptæka þekkingu á stjórnkerfinu og íslenskum stjórnmálum og sem getur með sóma fetað í fótspor Ólafs Ragnars.  Mig grunar að tímabil hinna "menningarlegu forseta" sé liðið.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 17:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér.  En finnst þér þessar aðgerðir Ástþórs við hæfi?

Jóhann Elíasson, 7.4.2016 kl. 19:12

3 identicon

Það er afar fátt sem Ástþór hefur sagt í gegnum tíðina sem er við hæfi. Hann fer varla að breyta til úr þessu.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 20:24

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sé ekki betur en Ástþór hafi aðeins sagt sannleikann. En auðvitað telja framsóknarmenn það ekki við hæfi, enda því lítt vanir.

Er forsetaembættið ekki rammpólitískt í dag? Er meðferð Ólags Ragnars á embættinu eitthvað annað en pólitík, hvaða skoðun sem menn annars hafa á hans embættisfærslum. Ástþór væri því ekki að brydda upp á neinum nýjungum með pólitík á Bessastöðum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2016 kl. 20:28

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Axel Jóhann, alltaf tekst þér á einhvern óskiljanlegan hátt að snúa öllu á hvolf, en auðvitað er það bara fullkomlega í takti við það sem þú hefur gert hingað til og varla hægt að reikna með að þú breytir því nokkuð.

Jóhann Elíasson, 7.4.2016 kl. 21:38

6 identicon

Hvað er að því að ÁM taki sér pólitíska stöðu og segi sannleikann? Ég meina, hér hefur pólitískur forseti setið í 20 ár, til hvers ætti ÁM að breyta því?

Skúli (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 01:54

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað er sannleikur, Skúli?  Það sem er sannleikur hjá einum er lygi hjá öðrum.  Hver á að ákveða um það?

Jóhann Elíasson, 8.4.2016 kl. 07:33

8 identicon

Það er heimspekileg spurning...;)

Skúli (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband