Föstudagsgrín

Jón og Gunna voru búin að vera gift MJÖÖÖÖG lengi, enda voru þau komin vel á áttræðisaldur.  Allt hafði gengið mjög vel og bæði höfðu þau verið mjög heilsuhraust í gegnum tíðina svo allt virtist vera eins og blómstrið eina.  En Jón var farinn að hafa áhyggjur af því að Gunna væri eitthvað farin að heyra illa, en hann var mjög tillitssamur og vildi ekki „særa" Gunnu með því að hafa orð á þessum grunsemdum sínum við hana.  Þess í stað fékk hann tíma hjá heimilislækninum þeirra og ræddi þetta vandamál við hann, hann hafði verið læknirinn þeirra í áratugi og Jón leit meira á hann sem gamlan heimilisvin.  Heimilislækninum fannst þetta líka alvarlegt mál en var Jóni alveg sammála um það að vera ekki að gera mikið úr þessu við Gunnu en Jón skyldi nú fyrst gera „prufu" á þessu og svo skyldu þeir gera eitthvað í málinu.  Hann sagði Jóni alveg af pottþéttri aðferð til að sannprófa þetta; fyrst skyldi hann vera í 40 feta fjarlægð frá henni og þá að spyrja að einhverju - ef hann fengi engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 30 feta fjarlægð frá henni og spyrja hana - ef hann fengi engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 20 feta fjarlægð og spyrja  - ef þá yrðu engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 10 feta fjarlægð og spyrja - ef ekki yrðu nein viðbrögð þá væri vandamálið nokkuð alvarlegt og hann skyldi þá fara alveg upp að henni og spyrja.  Jón þakkaði lækninum fyrir og fór heim ákveðinn í að reyna þetta við fyrsta tækifæri.  En tækifærið kom fyrr en hann grunaði, þegar hann kom heim var Gunna að ljúka við að elda kvöldmatinn og Jón ákvað að prófa það sem læknirinn hafði ráðlagt honum.  Hann fór inn og lokaði útihurðinni og gekk inn þegar hann var í u.þ.b 40 feta fjarlægð frá Gunnu spurði hann:

Hvað er í matinn"????

Engin viðbrögð svo hann færði sig til þar til hann var í c.a 30 feta fjarlægð og spurði aftur:

          „Hvað er í matinn"???

Engin viðbrögð svo hann gekk nær henni þar til hann var í c.a 20 feta fjarlægð frá henni og spurði aftur:

           „Hvað er í matinn"???

Enn komu engin viðbrögð svo Jón færði sig nær henni og þegar hann áætlaði að  hann væri í c.a 10 feta fjarlægð frá henni spurði hann einu sinni enn:

            „Hvað er í matinn"???

Enn voru engin viðbrögð og Jón var orðinn verulega áhyggjufullur en hann ákvað að klára tilraunina og gekk nú alveg upp að Gunnu og spurði enn og aftur:

             „Hvað er í matinn"???

            „Jón í FIMMTA skiptið, það er KJÚKLINGUR" svaraði hún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður þessi.

MAGA

Kveðja frá Montgomery Texas

Jóhann Kristinsson, 14.9.2018 kl. 15:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Takk fyrir innlitið nafni.....

Kveðja frá Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 14.9.2018 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband