HVORT RÍKIÐ, NAMIBÍA EÐA ÍSLAND, SKYLDI NÚ VERA BANANALÝÐVELDI????

Namibíumenn ráku tvo ráðherra úr embætti og nú berast fréttir af því að annar þeirra hafi verið handtekinn.  En á meðan gengur allt sinn vanagang á Íslandi.  Með hverjum deginum sem, líður án nokkurra aðgerða af hendi stjórnvalda, verða hlutirnir bara vandræðalegri og spillingin innan kerfisins verður augljósari........


mbl.is Íslendingar ættu að rannsaka spillingu heima fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Sem 1 falt svar: við fyrirspurninni í formála þínum Jóhann / ættu nú engin áhöld að vera um:: hvort landanna beri Bananalýðveldis titilinn:: refjalaust.

Enda - eru Namibíumenn búnir að sýna svo um munar, að þeir eru á margfalt hærra siðferðisstigi en Íslendingar, sé litið á hlutina í hinu víðasta samhengi, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum: sem endranær, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2019 kl. 22:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir sköruglega athugasemd þína og sem endranær varstu ekki með neinar refjar og svaraðir af hreinskilni og varst ekkert að skafa utan af því.  Það er útséð um það að þessi dauðyfli, sem skipa ríkisstjórn Íslands, geri nokkurn skapaðan hlut af viti......

Með kveðju af Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 23.11.2019 kl. 23:27

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annað ríkið er búið að reka tvo ráðherra, handtaka annan og gefa út handtökuskipun á hendur hinum ásamt einum samverkamanna þeirra, auk þess að frysta eignir þeirra.

Hitt ríkið er búið að óska eftir því að málið verði rannsakað af erlendri stofnun með enga lögsögu í málinu undir stjórn m.a. fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem vill svo til að er flokksbróðir og sat á þingi með núverandi sjávarútvegsráðherra sem er fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins sem er meintur gerandi í málinu og einkavinur aðaleiganda þess.

Spurningin er óþörf þegar svarið blasir við.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2019 kl. 00:00

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

man ekki eftir að vera sammála þér jóhann en núna er ég sammála

Rafn Guðmundsson, 24.11.2019 kl. 00:04

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jóhann, eins og fram hefur komið hjá gestum þínum hér að ofan þá virðist vera sem svo að við höfum fleiri banana.

En bæði ríkin virðast hafa miklar siðferðilegar eyðimerkur innan sinna landamæra og þar þarf ekki bara banana til, því "almennur" skilningur virðist vera sá að breyta þurfi stjórnarskránni svo þeir sem hafa hvorki dug, kunnáttu né nennu til að skíta sig út á slori fái sinn kvóta refjalaust til að höndla sitt mútu fé. 

Magnús Sigurðsson, 24.11.2019 kl. 07:47

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvor er sekari sá sem á múturféið eða sá sem þiggur það. Múturþeginn hefði aldrei haft tækifæri að vera múturþegi ef mútureigandinn hefði ekki freistað hann. Báðir sekir en upprunninn á óheiðarleiknum er hjá mútureigandanum. (Þannig að bananaræktin á upprunnan á Íslandi)

Sigurður I B Guðmundsson, 24.11.2019 kl. 10:30

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

P.S. Er búið að handtaka eða yfirheyra höfuðpaurinn á Íslandi??

Sigurður I B Guðmundsson, 24.11.2019 kl. 10:43

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit ekki hvort nokkur greinarmunur er gerður á sekt þess sem þiggur mútur eða þess sem greiðir þær.  Í mínum huga er ekki mikill munur á kúk og skít.  Það er alveg kristaltært og alveg rétt hjá þér að bananaræktin, í þessu tilfelli, á uppruna sinn á Íslandi.  Ég hef því miður ENGAR fréttir af handtökum á Íslandi, það eina sem ég veit er að Íslensk stjórnvöld eru með báðar hendur á kafi í ra........ á sér og gera ekki nokkurn skapaðan hlut..........

Jóhann Elíasson, 24.11.2019 kl. 12:37

9 identicon

.... til áréttingar: sér- íslenzka SÓÐASKAPNUM / tekið til láns, af síðu Sveins Rosenkrantz Pálssonar (hér: á Mbl. vefnum). 

Enginn þorað ennþá - eða haft nennu til, að mótmæla mínum áherzlum og ábendingum, á Sveinsins síðu til þessa, a.m.k. :

1identicon

Sæll Sveinn - sem og aðrir gestir, þínir !

Veltum fyrir okkur: HRÆSNI Sigurðar Inga Jóhannssonar, eins liðsfélaga Guðmundar Inga Guðbrandssonar í Engeyinga glæpaklíkunni, t.d. ::  

„Fólk er eðli­lega reitt“

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór yfir víðan völl á ...

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fór yfir víðan völl á haust­fundi miðstjórn­ar flokks­ins sem hald­inn er á Ak­ur­eyri í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

 

 

 

 

 

Tengd­ar frétt­ir

Sam­herji í Namib­íu

 

Mótmælafundurinn fer fram klukkan 14 í dag á Austurvelli.

Boða til mót­mæla á Aust­ur­velli í dag

           

          „Nú líður að því að sú rík­is­stjórn sem við sitj­um í eigi tveggja ára af­mæli. Þetta hef­ur verið rík­is­stjórn sókn­ar og upp­bygg­ing­ar. Þátt­ur Fram­sókn­ar í stjórn­inni er drjúg­ur og ég er stolt­ur af þeim ár­angri sem hún hef­ur náð á þess­um tveim­ur árum,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins á haust­fundi miðstjórn­ar flokks­ins. 

          Fund­ur­inn fór fram í dag í Hofi á Ak­ur­eyri og var mæt­ing góð. Á meðal þess sem Sig­urður fjallaði um í ræðu sinni var Sam­herja­málið svo­kallaða og ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur, en klukk­an 14 hófst mót­mæla­fund­ur á Aust­ur­velli þar sem þess er kraf­ist að Kristján Þór Júlí­s­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra segi af sér. Þess er einnig kraf­ist að arður af nýt­ingu sam­eig­in­lega auðlinda lands­manna, meðal ann­ars fiski­miðum, renni í sjóði al­menn­ings. 

          Boða til mótmæla á Austurvelli í dag

          Frétt af mbl.is

          Boða til mót­mæla á Aust­ur­velli í dag

          Um­bæt­ur í sjáv­ar­út­vegi nauðsyn­leg­ar

          „Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur sam­fé­lagið verið skekið af því sem í al­mennu tali er nefnt Sam­herja­málið. Fólk er eðli­lega reitt. Reitt yfir þessu fram­ferði stór­fyr­ir­tæk­is­ins sem birt­ist í um­fjöll­un­inni en ekki hvað síst reitt yfir þeim aðstöðumun sem stór­fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur búa við. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn kom að því á sín­um tíma að setja á kvóta­kerfi í fisk­veiðum. Það var stór­kost­legt hags­muna­mál fyr­ir þjóðina að fisk­veiðar við Ísland væru sjálf­bær­ar og gengju ekki á auðlind þjóðar­inn­ar, fiski­miðin,“ sagði Sig­urður í ræðu sinni. 

           

          Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

          Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

          Sig­urður sagði að á þeim tíma sem kvóta­kerf­inu var komið á fót hafi eng­um dottið í hug að staðan í dag yrði sú að fá fyr­ir­tæki ættu jafn stór­an hluta kvót­ans og raun ber vitni. 

          „Og ekki nóg með það held­ur far­in að banka í há­marksþakið. Það er auðvitað gleðilegt og já­kvætt að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur sé með þeim fremstu, ef ekki sá fremsti, í heim­in­um. Það breyt­ir því ekki að um­bóta er þörf,“ sagði Sig­urður. 

          Seg­ir nýtt auðlinda­ákvæði í stjórn­ar­skrá mik­il­vægt

          Sig­urður tel­ur það gríðarlega mik­il­vægt að nýtt auðlinda­ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar sem var í sam­ráðsgátt stjórn­valda fyrr á ár­inu, verði sett í stjórn­ar­skrána. 

          Ákvæðið kveður á um að auðlind­ir ís­lenskr­ar nátt­úru til­heyri ís­lensku þjóðinni og að nýt­ing auðlinda skuli grund­vall­ast á sjálf­bærri þróun. 

          „Þótt slíkt ákvæði sé mik­il­vægt þá dug­ar það ekki eitt og sér. Það verður að ríkja sátt um nýt­ingu auðlinda okk­ar, hvort held­ur er orka, land eða fiski­mið,“ sagði Sig­urður og bætti við að frum­varp sem hann vann að sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra á ár­un­um 2014 og 2015, hefði falið í sér grunn að sátt um sjáv­ar­út­veg­inn. 

          „Frum­varpið komst ekki inn til þings­ins vegna mik­ill­ar and­stöðu sam­starfs­flokks­ins. Ég tel að grunn­ur að sátt um sjáv­ar­út­veg­inn fel­ist í þessu frum­varpi og því að lækka há­mark kvótaþaks, bæði í heild­arafla­heim­ild­um og í ein­stök­um teg­und­um, og vinna þannig að auk­inni dreif­ingu kvóta. Frum­varpið hefði haft mik­il áhrif á sam­fé­lagið og stuðlað að meiri sátt, meira jafn­vægi í sam­fé­lag­inu,“ sagði Sig­urður. 

          „Kvóta­kerfið var ekki búið til svo nokkr­ir ein­stak­ling­ar gætu orðið of­ur­rík­ir. Það var ekki búið til svo þeir fjár­mun­ir sem urðu til við aukna verðmæta­sköp­un færu á flakk milli reikn­inga á af­l­ands­eyj­um. Það var búið til svo Íslend­ing­ar all­ir gætu notið hags­bóta af öfl­ug­um ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Um­bæt­ur í sjáv­ar­út­vegi eru nauðsyn­leg­ar og tíma­bær­ar.“

          Af hverju - ætti fólk að taka eitthvað frekara mark á þessarri mannleysu / fremur en þeim hinum, sem sitja í skjóli ónytjungsins Guðna Th. Jóhannessonar ?

          Orkupakki III (sem og hinir, nr. I og II) eru geymdir / en ekki gleymdir !

          Samherja furðan: er einungis 1 fjjölmargra dæma um undirferlið, sem  knýr RÆNINGJA gengi Bjarna Benediktssonar og fylgjenda hans. í skefjalausri aðför þeirra, að hagsmunum almennings  !

          Svo má spyrja: hví eru mótmælendur á Austurvelli (í dag: m.a.) að flagga dulu íslenzka gerfi lýðveldisins (frá 1944), táknmynd siðblindunnar og óreiðunnar  / í stað þess að hefja Hvítbláinn gamla (frá 1897 - 1915), til frekari virðingar - sem verðskulda mætti: mun fremur ?

          Myndaniðurstaða fyrir hvítbláinn

           Með baráttukveðjum: engu að síður, af Suðurlandi, sem endranær /

          Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.11.2019 kl. 14:48

           

          ÓHH

          Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2019 kl. 14:01

          Bæta við athugasemd

          Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband