"!SKATTALÆKKUNIN" SEM VARÐ AÐ SKATTAHÆKKUN..........

Nú get ég ekki lengur orða bundist.  Á miðju kjörtímabili kynnti ríkisstjórnin að nú ætti að nú ætti að LÆKKA skatta á hina sem lökust hafa kjörin í þessu þjóðfélagi.  Þetta fólst í því að ÞRIÐJA SKATTÞREPINU var bætt við og varð það 31,45%, hin tvö skattþrepin hækkuðu úr 36,94% í 37,95%, og hitt skattþrepið fór úr 46,24% í 46,25%.  EN ÞAR MEÐ ER EKKI ÖLL SAGAN SÖGÐ PERSÓNUAFSLÁTTURINN LÆKKAÐI ÚR 53.895 KRÓNUM Í 50.792 KRÓNUR.  ÁÐUR HAFÐI PERSÓNUAFSLÁTTURINN LÆKKAÐ ÚR 56.447 KRÓNUM.  MEÐ ÞVÍ AÐ LÆKKA PERSÓNUAFSLÁTTINN OG BÆTA VIÐ "ÞRIÐJA SKATTÞREPINU" OG LÆKKA PERSÓNUAFSLÁTTINN VARÐ TIL Í RAUNINNI SKATTAHÆKKUN SEM VAR DULBÚIN SEM SKATTALÆKKUN.  Ég var nú reyndar búinn að reikna þetta út, fyrir nokkru síðan, en fann þessa útreikninga mína ekki, en mig minnir að eftir tekjur að upphæð rúmar 520.000 krónur hafi skattar tekið að LÆKKA en fram að því HÆKKUÐU þeir.  ÞAÐ VITA ÞAÐ FLESTIR AÐ EINA RAUNHÆFA KJARABÓTIN, FYRIR ÞÁ SEM MINNST HAFA, ER AÐ HÆKKA PERSÓNUAFSLÁTTINN. Það sem undrar mig er að ASÍ, Efling, VR og fleiri eru með fólk í vinnu við að reikna svona lagað út og mér finnst stórfurðulegt að enginn þessara aðila skyldi gera athugasemd við þetta.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Og af hverju eru eldri borgarar ekki skattlausir eða til vara 70ára og eldri?

Sigurður I B Guðmundsson, 16.9.2021 kl. 10:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var þannig fyrir um það bil 40 árum að fólk sem var á lágmarkslaunum greiddi enga skatta en nú seinni árin eru stjórnvöld sífellt að færa sig upp á skaftið í skattheimtu og ég get ekki séð að neinn stjórnmálaflokkur nema FLOKKUR FÓLKSINS segi nokkurn skapaðan hlut við þessari þróun.  OG ÞAÐ SEM MÉR FINNST ENN VERRA ER AÐ ELDRI BORGARAR OG ÖRYRKJAR VIRÐAST EKKI ÆTLA AÐ KJÓSA ÞANN FLOKK HELDU ÆTLA ÞEIR AÐ HALDA ÁFRAM AÐ LÁTA HINA FLOKKANA TAKA SIG Í RA........ HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANI??????????????????

Jóhann Elíasson, 16.9.2021 kl. 11:13

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.9.2021 kl. 12:09

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Spurja þeir sem gera skoðankannanir eldri borgara hvað þeir ætli að kjósa? Ég þekki engan sem hefur fengið símhringju frá þeim.

Sigurður I B Guðmundsson, 16.9.2021 kl. 12:24

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig væri að fá skoðanakönnun þar sem eingöngu eldri borgarar eru spurðir hvað þeir ætla að kjósa?

Sigurður I B Guðmundsson, 16.9.2021 kl. 12:29

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rétt er það Sigurður.  Ég vona bara að þetta sé staðreyndin og þá Flokkur Fólksins mikinn "dulinn" stuðning inni....

Jóhann Elíasson, 16.9.2021 kl. 12:36

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það besta væri að útkoma kosninganna yrðu allt aðrar en skoðanakannanir segja til um og gera þær marklausar. Það er kominn tími til að fólk hætti að kjósa flokka eftir gömlum vana, af því bara, og taki uppá því að hugsa, skoða gömul loforð og efndir þeirra.

Sjálfstæðisflokkurinn var með auglýsingu þar sem Bjarni Ben. lofaði að nú yrði tekið á málum eldri borgara og öryrkja. Hversu oft hefur hann ekki talað á þeim nótum en aldrei staðið við þau loforð. BB er að gera útaf við Sjálfstæðisflokkinn enda heyrir maður ekki lendur slagorðin "stétt með stétt" og "gjörum rétt þolum ekki órétt", þessi slagorð virðast vera týnd eða kannski of óþægileg til að viðhafa þau.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2021 kl. 14:05

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Tómas og að mörgu leiti tek ég alveg undir með þér.  Ég man ekki betur en að Bjarni hafi sent bréf á aldraða fyrir síðustu kosningar og hann lofaði þar bót og betrun.Svo var kosið og hann komst í ríkisstjórn og það sem meira er hann varð "Fjármálaráðherra" en kjör aldraðra löguðust ekki.  Nú þykist hann ætla að STÓRBÆTA kjör aldraðra á "næsta" kjörtímabili.  Finnst einhverjum þetta trúverðug, hvers vegna ætti fólk frekar að trúa honum núna???????

Jóhann Elíasson, 16.9.2021 kl. 14:45

9 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Og hvers vegna er verið að láta krakka borga skatta af sínum launum ? Það kæmi væntanlega betur út fyrir flest ungmennin að fá að nýta persónuafslátt á móti fullri skattprósentu frekar en að greiða 6 prósentin þar sem heildarlaun þeirra eru almennt svo lág. Nema þetta eigi að vera gluggi fyrir þá sem geta skrifað eitthvað á börnin sín. Það eru ekki nema 10 dagar þar til við vöknum upp af þessum fallega draumi og þá kannast enginn við að hafa lofað neinu meðan við sváfum. Sama hvaða flokkur á í hlut.

Örn Gunnlaugsson, 16.9.2021 kl. 16:26

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað ætti ekki að láta krakka borga skatta enda er það ekki það mikið sem þau geta aflað sér tekna einhverjar örfáar krónur sem þau hafa möguleika til að ná í.  Já við verðum "rifin" upp á ra...... þann 26 og þá verður það bara harkan sex fram að næstu kosningum....... undecided

Jóhann Elíasson, 16.9.2021 kl. 17:18

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flokkur fólksins á einmitt mikið "dulið" fylgi hjá kjósendum sem eru eldri en 67 ára því þeir eru aldrei spurðir álits í skoðanakönnunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2021 kl. 20:25

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi rætist þetta Flokkur Fólksins fær í það minnsta mitt atkvæði,þó svo að mig vanti nokkur ár í að verða 67 ára.wink

Jóhann Elíasson, 16.9.2021 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband