ÞRÁTT FYRIR AÐ NEWCASTLE HAFI LAGST Í VÖRN ALLAN TÍMANN.....

Og ef menn vilja lýsa leiknum enn betur er hægt að segja að Newccastle-menn hafi einfaldlega "lagst" í eigin vítateig og vonast til að ná svo í skyndisókn, en það gekk ekki upp hjá þeim en Liverpool fékk nokkur færi til þess að gera algjörlega út um leikinn, en sigur er jú sigur og það er það sem telur.  Margir vilja halda því fram að Jürgen Klopp hafi skapað besta Liverpool-lið sögunnar og ég skrifa sko heilshugar undir það.............


mbl.is Liverpool upp í toppsætið eftir útisigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þau lið sem keppa gegn Liverpool pakka í vörn eins og t.d. Villarreal. Bara spurning hvort Liverpool skori sem þeir gera yfirleitt sem betur fer. Það sem pirrar mig samt er hvað Liverpool leikmenn gefa oft boltann til baka á markvörð sinn ca.20 til 30 sinnum í leik og svo eru þeir alltof rægir (slappir) að skjóta á markið fyrir utan vítateig. 

Sigurður I B Guðmundsson, 30.4.2022 kl. 17:02

2 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Liverpool spilar lang skemmtilegasta boltann. Varnarbolti er eiginlega eina svarið sem önnur lið eiga gegn Liverpool en dugar ekki til.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 30.4.2022 kl. 20:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður já ég hef tekið eftir þessu og þetta pirrar mig nokkuð mikið  þetta með að spila boltanum ítrekað á markmanninn.  Svo með það að  þeir skjóta sjaldan á markið utan vítateigs held ég að helgist mikið af því að þeir hafa ekki mikið af mönnum sem eru "þrumarar".........

Jóhann Elíasson, 30.4.2022 kl. 21:38

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get tekið undir þetta Rafn, en verðum við ekki að vera sanngjarnir við verðum að gefa City það að þeir spila mjög skemmtilegan bolta og þegar þeir spiluðu á móti Liverpool voru það bestu leikir tímabilsins, bæði liðin vildu vinna og bæði liðin gáfu allt í leikina og niðurstaðan í báðum leikjunum, var svo  sannarlega stórmeistarajafntefli....

Jóhann Elíasson, 30.4.2022 kl. 21:45

5 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Rétt hjá þér félagi, Liverpool og Man City eru lang skemmtilegustu spilandi liðin en ég á þá von að Liverpool klári sína leiki sem eftir eru en City hökti aðeins í restina og geri eins og eitt jafntefli. En hvernig sem fer er ég ánægður með gengi Liverpool.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 30.4.2022 kl. 22:06

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu vona ég að mínir menn í Liverpool vinni þetta en ég tek undir með þér Rafn "En hvernig sem fer er ég ánægður með gengi Liverpool".....

Jóhann Elíasson, 30.4.2022 kl. 22:22

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég get heillast jafnvel af góðri markvöslu,en neita ekki að maður bíður með óþreyju  eftir mörkum. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2022 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband