DÆMIGERT FYRIR ÞANN VALDHROKA SEM ÍSLENSKIR RÁÐHERRAR HAFA TILEINKAÐ SÉR GAGNVART ÞJÓÐINNI.

Kannski er svo lítið búið af kjörtímabilinu að ráðherrarnir telja að þeir þurfi ekkert að hugsa um vilja fólksins, sem kaus þau til starfa, það er ekki fyrr en korter verður í næstu  kosningar sem eitthvað ÞARF að "smyrja" kjósendur, fram að því er í lagi að hunsa þá og þeirra vilja........


mbl.is Svarar ekki spurningum um notkun nýrra reglna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll æfinlega; Jóhann Stýrimaður sem og aðrir þeir, sem geyma vilja síðu þína og brúka !

Ætti svo sem ekki; að koma á óvart.

Eitthvert stærsta slys Íslandssögu 20. aldar; var stofnun svo kallaðs Lýðveldis á Þingvöllum, þann 17. Júní 1944.

Hleypti ribböldum; innfæddrar yfirstejettar kapp í kinn, til enn frekari átroðnings gegn hagsmunum bogaranna - og aðeins farið versnandi síðan, ef eitthvað er.

Mbkv. /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2022 kl. 18:18

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hef oft hugsað út í þetta Óskar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 20.5.2022 kl. 18:43

3 identicon

. . . . þakka þjer fyrir þetta Sigurður; enda ert þú einn ört fækkandi samlanda, sem góða jarð- tengingu hefur, til margvíslegra mála, í okkar samtíma / sem frá fyrri tímum.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2022 kl. 18:47

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefið strákar ég var bara að koma inn, svei mér þá ég held bara að þetta sé nokkuð rétt hjá þér Óskar í það minnsta vantar nokkuð mikið á að "sumir" sem nú sitja á valdastólum og hafa setið þar hingað til hafi til að bera þann þroska og vit, sem þarf að hafa til að geta sinnt starfinu sem þeir eru og voru kosnir til að sinna.....

Jóhann Elíasson, 20.5.2022 kl. 21:21

5 identicon

Sælir; sem fyrr !

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn; og áhangendur hans (flestra: hinna flokkanna) fá að vaða uppi með frekju og rosta, er engrar heilbrigðrar siðferðis- og siðmenntunar þróunar að vænta hjerlendis.

Orma gryfjur Engeyinga og Samherja samsteypunnar; yrðu að fá sótt- og úthreinsunar meðhöndlun  all- rækilega, til þess að svo mætti verða.

Með sömu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2022 kl. 22:49

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarft að minna á þetta Jóhann. Það virðist vera að ráðherrar og stjórnsýslan telji sig óbundna að því að fara eftir lögum með því að hnoða saman reglugerðum til að snúa út úr bókstaf laganna og fara í kringum þau.

Skemmst er að minnast litlu lofthænunnar sem fékk á sig dóm. Þegar í ljós kom að hann var ekki nógu hagstæður, þá fór hún í persónuleg málaferli við manneskjuna sem vann málið og tapaði aftur, en lét þá skattgreiðendur borga allan brúsann og tók sjálf ekkert aftur, -baðst ekki svo mikið sem afsökunar.

Þessi vinnubrögð fara nú stórum og virðast þeir sem beita þeim að hvað mestri ósvífni fá góða útkomuna í kosningum enda lítið annað í boði en vinnubrögð af þessu tagi miðað við gagnrýnisraddir hjá samtryggingunni við Austurvöll sem er svo gott sem búin að farga fullveldinu.

Er landanum viðbjargandi úr þessu?

Magnús Sigurðsson, 21.5.2022 kl. 06:02

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Góðir Íslendingar nú eru að koma kosningar......En síðan erum við bara einstaklingar!!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.5.2022 kl. 08:55

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Oskar eins og þú bendir á, þá er mikið verk óunnið við að hreinsa út í stjórnmálunum hér....

Jóhann Elíasson, 21.5.2022 kl. 13:20

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Magnús, sannast ekki gamla máltækið "sjaldan fellur  eplið langt frá eikinni".  Það vantar ekki hrokann og yfirlætið í "litlu budduna".  Ég sé ekki að það eigi neitt að gera og á meðan fljótum við bara sofandi að "feigðarósi"......

Jóhann Elíasson, 21.5.2022 kl. 13:26

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Enn einu sinni kemst þú alveg að kjarna málsins á frábæran og einfaldan hátt, Sigurður....... wink

Jóhann Elíasson, 21.5.2022 kl. 13:28

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er áberandi hve margir eru óánægðir með ráðherrana íslensku. hér tekur Jóhann fyrir þann andstyggðar ósið að virða þá ekki viðlits sem fýsir að fá greinar góð svör varðandi nýjar reglugerðir.-Marga langar að ná talsamandi við ráðherra vegna samþykki/stymplun reglugerðar frá ESB. þar sem greinilegt  er að Íslandi er ekki skylt að samþykkja. Þannig eru oftast stórmál sem líða framhjá og einhver fjöldi argur yfir þeim--- Hópar þessir tala aldrei saman sem væri það sterkasta sem við gerðum.Það þarf virkilega að þjarma að þeim sem halda að þeir séu í vinnu hjá einhverjum öðrum.--Nefni líka stelpurnar í mín-leið mitt-()líf)sem hafa þegar sent foseta og forsætisráðherra og fleiri háttsettum bréf vegna umsóknar WHO (S.Þ.)um yfirráð heilsuverndar allra landa heims. Sjá fyrir sér 2-3 ára gamla Covidið hér.. mb.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2022 kl. 02:20

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Helga, þessi ósiður ráðherra að sýna öllum almenningi hroka og dónaskap, að afloknum kosningum og alveg framundir þær næstu, er með öllu óþolandi og er þeim síður en svo til sóma eða til að auka veg þeirra á nokkurn einasta hátt.......

Jóhann Elíasson, 22.5.2022 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband