EIGUM VIÐ EKKI FREKAR AÐ LEIÐRÉTTA MISTÖKIN FRÁ 2009 - OG BYRJA UPP Á NÝTT???

Jón Bjarnason fyrrum ráðherra í liði VG, ritar alveg stórgóða grein um feril "AÐILDARUMSÓKNARINNAR AÐ ESB", sem var "send" (það lá nú svo mikið á að Össur Skarphéðinsson þáverandi Utanríkisráðherra var sendur með hana út, eftir að hún hafði verið samþykkt með LÖGBROTUM og ÞVINGUNUM).  Jón Bjarnason fer ágætlega yfir feril málsins á Alþingi og sé ég ekki ástæðu til að bæta miklu þar við.  En þó vil ég bæta nokkru við, þar sem er mín túlkun á stjórnarskránni.  Að mínum dómi er það KLÁRT BROT Á STJÓRNARSKRÁNNI AÐ UMSÓKNIN SKYLDI VERA TEKIN FYRIR SEM "ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA".  SAMKVÆMT STJÓRNARSKRÁNNI MÁ EKKI AFGREIÐA MÁL FRÁ ALÞINGI ÁN UNDIRSKRIFT FRÁ FORSETA LÝÐVELDISINS og í stjórnarskránni ER ENGIN HEIMILD UM ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR.  Þegar lög um þingsályktunartillögur voru samþykkt, var þar m að ræða fullkomið brot á stjórnarskránni, því er borið við að með því að notast við þingsályktunartillögu hafi ætlunin verið að gera stjórnkerfið einfaldara og "smámál" gætu farið í gegn sem þingsályktunartillögur, en til þess að koma þessari tillögu í gegn HEFÐI ÞURFT AÐ GERA BREYTINGU Á STJÓRNARSKRÁNNI, EN ÞAÐ VAR EKKI GERT og því lýt ég svo á að allt sem fengið er í gegn með ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUM SÉ ÓLÖGLEGT.  Rétt er að minna á það að þáverandi stjórnarflokkar (Samfylking og VG) HÖFNUÐU ÞVÍ AÐ VIÐKOMANDI UMSÓKN FÆRI Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Einfaldast væri, að sjálfsögðu, að Alþingi myndi draga þessa ólöglegu umsókn formlega til baka og eftir það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla þess efnis hvort ætti að senda inn aðra umsókn.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun er samþykkt Alþingis sem ekki þarf staðfestingar forseta Íslands, ólíkt almennum lögum, og þingsályktanir geta haft þýðingu sem réttarheimild.

Þingsályktunartillögur eru viljayfirlýsing af hálfu löggjafarvaldsins.

Og sem dæmi um þingsályktunartillögur sem hafa haft sögulega þýðingu má nefna þingsályktun um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamningsins frá 1918, nr. 32/1944, þingsályktun um gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, og þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, nr.1/137, 2009."

Þeir sem halda því fram að þingsályktunartillögur Alþingis hafi enga þýðingu halda því þá væntanlega einnig fram að lýðveldisstjórnarskráin frá árinu 1944 hafi ekkert gildi.

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn

1.9.2022:


Stjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði núna - Fylgi Samfylkingarinnar eykst um fimmtíu prósent

Það er einfaldlega stefna Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar að framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.


Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ásamt fleirum flutt um það þingsályktunartillögu á Alþingi.

Og önnur þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um aðildarsamninginn.

152. löggjafarþing 2021-2022:

Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu

21.3.2022:


"Fram kemur í grein­ar­gerð til­lög­unnar að þings­á­lykt­un­ar­til­laga af nákvæm­lega sama meiði hafi verið lögð fram á 144. lög­gjaf­ar­þingi af Árna Páli Árna­syni, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, Guð­mundi Stein­gríms­syni og Birgittu Jóns­dótt­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þá leið­togi Vinstri grænna í stjórn­ar­and­stöðu en nú for­sæt­is­ráð­herra, mælti fyrir til­lög­unni er hún var borin fram í mars 2015.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni, sem dreift er á Alþingi í dag, er vísað til þess að í júlí 2009 hafi Alþingi ályktað að fela rík­is­stjórn­inni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og að loknum við­ræðum við sam­bandið yrði haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um vænt­an­legan aðild­ar­samn­ing.

"Sú þings­á­lyktun er enn í fullu gildi, enda hefur hún ekki verið felld úr gildi með annarri ályktun Alþing­is," segir í grein­ar­gerð­inni.

Og því er bætt við að til­gangur til­lög­unnar sé að fylgja eftir þeim vilja Alþingis sem end­ur­speglist í þings­á­lykt­un­inni frá árinu 2009."

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið

12.9.2022 (síðastliðinn mánudag):


Kristrún Frostadóttir segir ekkert hafa breyst í afstöðu Samfylkingarinnar hvað snerti aðild Íslands að Evrópusambandinu og hún sé stuðningsmaður aðildarinnar

Og Kristrún segir í viðtali við Kjarnann að núna sé ekki meiri­hluti á Alþingi fyrir því að sam­þykkja frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórn­ar­skrá.


Það er að sjálfsögðu ekki nýjar fréttir og þýðir ekki að Kristrún sé alfarið andvíg frumvarpinu, þannig að hún boðar ekki stefnubreytingu hjá Samfylkingunni í þessum málum.

11.9.2022:

Kristrún Frostadóttir: Það er ekki meirihluti núna á Alþingi fyrir frumvarpi stjórnlagaráðs

Og Alþingi getur að sjálfsögðu samþykkt stjórnarskrá sem yrði ekki nákvæmlega eins og frumvarp stjórnlagaráðs, enda hefur almennt ekki verið búist við því að breyting á stjórnarskránni yrði nákvæmlega eins og frumvarpið.


Frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."


"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta skal hún staðfest af forseta lýðveldisins og er hún þá gild stjórnskipunarlög. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 19.9.2022 kl. 14:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingi samþykkti lýðveldisstjórnarskrána með lögum árið 1944 en fyrst þurfti Alþingi að samþykkja að dansk-íslenski sambandslagasamningurinn frá árinu 1918 skyldi úr gildi fallinn, sem gert var með þingsályktunartillögu Alþingis.

Samkvæmt sambandslagasamningnum varð Ísland fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.

Í sambandslagasamningnum sagði að hvenær sem væri eftir árslok 1940 gæti hvort sem væri Ríkisþingið danska eða Alþingi krafist endurskoðunar sambandslaganna.

Og yrði nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára eftir að krafan kæmi fram gæti hvort þingið sem væri fellt sambandslögin úr gildi.

Þorsteinn Briem, 19.9.2022 kl. 15:06

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn Briem, það sem ég sagði er að "þingsályktunartillögur" brjóta í bága við stjórnarskrána og á sínum tíma þegar lögin um þingsályktunartilögur voru samþykkt hefði þurft að breyta stjórnarskránni, það var ekki gert og því er ALLT, sem hefur verið  samþykkt sem þingsályktunartillaga ÓLÖGLEGT þar með talin ESB umsóknin og orkupakki 3.  Allt sem  þú skrifar um þingsályktunartillögur er bara beint upp úr lögunum sem  eru bara tómt bull sem hvergi á sér nokkra stoð.......

Jóhann Elíasson, 19.9.2022 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband