HVAÐAN HEFUR HANN ÞÆR UPPLÝSINGAR AÐ FYRIRTÆKIÐ SÉ Á BARMI GJALDÞROTS???

Ég var að skoða nýjasta ársreikning félagsins og þar gat ég ekki séð að neitt slíkt (gjaldþrot) væri í kortunum en hitt er svo annað mál að samkvæmt fjármagnsstreyminu þá er hægt að segja að lausafjármagnið mætti vera meira en það getur ekki verið þannig að það sé ekki eitthvað sem ekki er hægt að laga?  En það er mikill ábyrgðarhluti að setja svona fullyrðingar af stað og ekki svo gott að gera sér grein fyrir hvaða áhrif svona lagað getur haft.......


mbl.is Gagnrýnir harðlega stjórn Marels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi Johann,

It seems that he is referring to Eyrir being on the verge of bankruptcy, NOT Marel.

A poor use of words by mbl

From the letter:

"Imprudent stewardship and financial decision-making during their tenure left Eyrir teetering on

the brink of insolvency, and it is now in the process of being restructured"

Dala Dal (IP-tala skráð) 29.11.2023 kl. 17:29

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Litu ekki ársreikningar Enron og AIG vel út stuttu áður en þessi fyrirtæki enduðu í gjaldþrotum sem urðu meðal þeirra stærstu í sögunni?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2023 kl. 19:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Dala Dal sá sem þetta skrifaði gagnrýndi stjórn MARELS og fyrrverandi forstjóra MARELS og sagði meðal annars að það væri vegna aðgerða þessara aðila að  MAREL rambaði á barmi gjaldþrots.  Hann var ekki með neinar upplýsingar um EYRI þannig að ekki er hægt að kenna lélegri þýðingu hjá MBL um......

Jóhann Elíasson, 29.11.2023 kl. 20:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

GUÐMUNUR, þegar Enron varð gjaldþrota þá var ekki búið að innleiða azð fyrirtæki ættu að skila FJÁRMAGNSTREYMI í ársreikningi þannig að "mun auðveldara" var að fela raunverulega stöðu fyrirtækisins, ég veit bara ekkert um hitt fyrirtæki sem þú nefndir en ég geri ráð fyrir að eitthvað svipað hafi verið í gangi þar.  Annars held ég að ef menn ætla sér að vera óheiðarlegir býst ég við að erfitt verði að sjá raunveruleikann, er það ekki kallaður "EINBEITTUR BROTAVILJI"????????? 

Jóhann Elíasson, 29.11.2023 kl. 20:31

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Dali Dal, mér finnst nokkuð undarlegt að það séu ALLIR fjölmiðlar hér á landi með starfsmenn á sínum vegum sem eru að mestu ólæsir á enska tungu.   Það birtist einnig samskonar frétt á RÚV í kvöldfréttum í gærkvöldi og var sú frétt á mjög líkum nótum.  Ég sé ekki ástæðu til  að fá "link" á upphaflega bréfið, þar sem ég hef ekki hugsað  mér að fjalla meira um þetta mál (að minni hálfu er þessu lokið)........

Jóhann Elíasson, 30.11.2023 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband