Hlaut að enda svona...

Þessi niðurstaða hefur legið nokkuð lengi í loftinu en svo virðist sem aðstandendur formúlu 1 mótaraðarinnar  hafi áætlað sem svo að þeir hefðu öll tromp á hendinni og þyrftu því ekki í neinu að hlusta á raddir annarra hagsmunaaðila í formúlunni eða almennings.  Er ekki sagt að dramb sé falli næst?
mbl.is 8 lið af 10 segja skilið við formúlu-1 og stofna nýja mótaröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Held það sé alveg hárrétt hjá þér þetta með drambið. Held það sé kjarni málsins. Hef á tilfinningunni að Max Mosley stjórnist af því viðhorfi, að illt skuli með illu út reka. Slíkt er ekki til velfarnaðar í alþjóðlegum íþróttum. Þar þarf lempni og diplómatísku.

En máltækið segir, að sjaldan valdi einn þá tveir deila. Svo eflaust er eitthvað við hinn aðilann að sakast líka.

Ágúst Ásgeirsson, 19.6.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er örugglega rétt ályktað hjá þér Ágúst, ekki dettur mér í hug að þessir aðilar séu alsaklausir í þessum deilum sem hafa stigmagnast og enda svo í þessum leiðindum.  Svona lagað er íþróttinni alls ekki til framdráttar en því miður viðist þetta ætla að verða niðurstaðan, kannski fyrir þráa beggja aðila, til að komast að ásættanlegri lausn fyrir báða aðila?

Jóhann Elíasson, 19.6.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband