"SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ" - HVAÐ ER ÞAÐ??????

Með því að tala um "samfélagslega ábyrgð" opinberar Sjávarútvegsráðherra vanþekkingu sína og reynir að grípa til hugtaks, sem hefur verið nokkuð vinsælt hjá stjórnmálamönnum og tengist þetta aðallega málskrúði og innihaldslausum yfirlýsingum.  Ég hef gengið á milli margra "fræðimanna" og leikmanna og beðið þá um útskýringu á hugtakinu "SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ" í ÖLLUM tilfellum hefur orðið fremur lítið um svör og það sem meira er að ef einhver hefur getað bögglað út úr sér einhverri langloku, sem skýringu á hugtakinu, þá gat sá hinn sami ekki með neinu móti bent mér á að "samfélagsleg ábyrgð" væri nokkurs staðar skilgreind, hvergi væri til neitt skráð um hana. 
mbl.is Kvóti verði tengdur byggðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, er það ekki sama vandamálið og hefur lengi verið, að menn eru ekki starfi sínu vaxnir, maðurinn hefur bara ekkert vit á sjávarútvegi, því miður.

Kær kveðja frá Eyjum. 

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: kallpungur

Félagsleg Ábyrgð þýðir einfaldlega eitt. Við borgum og pólitíkusarnir eyða peningunum. Ekkert af þeim peningum sem ríkið deilir út til samfélagsins kemur annarstaðar frá en úr vösum okkar sem skattinn greiðum.

kallpungur, 22.10.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Kallpungur", reyndar er nú átt við annað í þessu tilfelli en þín en þín skýring er alveg rétt í ALMENNUM skilningi þessa hugtaks.     Helgi, ég er þessu alveg sammála þessi maður hefur ekkert vit á því sem hann fjallar um og reynir að fela það með því að bulla eitthvað, sem hvorki hann eða aðrir skilja eða vita hvað þýðir.                                                                                      

Jóhann Elíasson, 22.10.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona orð eru merkingarlaus og notuð til að breiða yfir vanþekkingu eða skort á framkvæmd.  Þau eru mörg svona orðskrýpin sem hafa lítið með kjarngóða íslensku að gera.  Menn ættu að einbeita sér að því að tala mannamál á þessum tímum óvissu.  Það er það sem við viljum fyrst og fremst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband