EKKI VAR LOSUN "HAFTA" MIKIÐ FORGANGSVERKEFNI HJÁ SÍÐUSTU RÍKISSTJÓRN

En "núna" er þetta verkefni sem þolir ekki nokkra bið, að mati þingmannsins.  En kannski ætti þingmaðurinn að fylgjast örlítið betur með, því síðustu mánuði hefur verið í gangi áætlun um losun hafta, því núverandi ríkisstjórn gerir sér fulla grein fyrir nauðsyn þessa, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði ekki teljandi áhyggjur af.  Enda var hún upptekin við það að gera áhrif hrunsins eins neikvæð og hugsast gat og klúðra eins miklu í efnahagsmálum þjóðarinnar og unnt var og má segja að ágætlega hafi gengið í þeim efnum.


mbl.is Ekki velta vandanum á komandi kynslóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er líka stórmerkilegt að fylgjast með ákafa sk. jafnaðarmanna um afnám verðtryggingar þessa dagana, í ljósi fullkomins aðgerðarleysis þeirra í málinu þegar þeir voru í stjórn.

Ekki síst í ljósi þess að enginn þeirra hefur endurflutt frumvarp þess efnis sem liggur fyrir á þingskjali frá síðasta kjörtímabili!

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2015 kl. 17:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, þeir láta ekki að sér hæða og svo eru menn hissa á því hversu þingið nýtur lítillar virðingar.... undecided

Jóhann Elíasson, 21.10.2015 kl. 17:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú verður forvitnilegt að sjá hvernig fjármálaráðherra bregst við nýjustu yfirlýsingu forsætisráðherra um afnám verðtryggingar.

Þ.e. hvort hann muni standa við gefin loforð eða svíkjast undan þeim, og þá sést hvort hann stendur með almenningi eða ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2015 kl. 17:21

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Verðtryggingin, sem slík, er ekki okkar stóra vandamál, heldur verðbólgan.  En ég er með það alveg á hreinu að útfærslan á verðtryggingunni er RÖNG og hefur orðið til þesss að heimilin í landinu hafa orðið að greiða svo nemur MILLJÖRÐUM OF MIKIÐ af lánum sínum.  Ef málið er skoðað sést að það nær ekki nokkurri átt að skella verðtryggingu á höfuðstól láns og bæta því við afborgun. Og svo sér það hver heilvita maður að vextir af vertryggðu láni eiga alls ekki að vera hærri en 1.5% - 2.0% annað er hrein og bein græðgi lánveitenda og einhvern tíma hefðu þeir verið dæmdir fyrir okur.  En ef tekst að afnema verðtrygginguna,þarf að vera vakandi fyrir því að vextir hækki ekki úr hófi og komið verði á vitrænu greiðslukerfi.

Jóhann Elíasson, 21.10.2015 kl. 17:37

5 identicon

Þú segir; „Ef málið er skoðað sést að það nær ekki nokkurri átt að skella verðtryggingu á höfuðstól láns og bæta því við afborgun.“

Hvernig vilt þú reikna verðtrygginguna?

Jónas Kr (IP-tala skráð) 22.10.2015 kl. 08:13

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Kr.  Það gefur auga leið að hana á að reikna: Afborgun án vísitölu X (Neysluvísitala við afborgun/Neysluvísitala við síðustu afborgun) X vextir.

Jóhann Elíasson, 22.10.2015 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband