Nei ekki að gefast upp..

Þeir sem vilja fá bjór og léttvín í verslanir gefast ekki upp.  Vita þeir ekki að reynslan er ekki góð hjá öllum þjóðum af þessu eða vilja þeir kannski ekki vita það?  Íslenska þjóðin er einfaldlega ekki nógu og stór til þess að "tvöfalt" kerfi í vínsölu geti gengið, eða þarf að segja þetta fræðilega, til þess að þetta fólk skilji það?  MARKHÓPURINN ER EKKI NÓGU OG STÓR.  Ég bloggaði um þetta fyrir nokkru síðan hér og fæ ég ekki betur séð en að rökin þar séu í fullu gildi.  Alltaf eru menn að tala um að í þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman við, sé hægt að kaupa léttvín og bjór í matvöruverslunum.  Þetta eru slökustu rök sem hægt er að koma með.  Er þá lífsnauðsyn fyrir okkur að fylgja á eftir algjörlega blint?  Væri ekki viturlegra að tíma Alþingis væri eitt í eitthvað þarfara en að ræða þetta mál?
mbl.is Léttvín og bjór í búðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sammála þér. Klikkar ekki á því gamli markaðsfræðikennarinn.

Einar Örn Einarsson, 10.10.2007 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband