HELMINGSHÆKKUN/ TVÖFÖLDUN hvort hugtakið á við????

Í fyrirsögn þessarar fréttar segir að um HELMINGSHÆKKUN á ættleiðingarkostnaði hafi orðið en maður þarf ekki að lesa umrædda grein lengi áður en farið er að tala um að ættleiðingarkostnaður hafi TVÖFALDAST.  Þarna er nokkuð misræmi í gangi og viðkomandi blaðamaður er EKKI sá eini sem gerir sig sekan um að rugla þessu tvennu saman.  Ef við skoðum þetta aðeins nánar og segjum að ættleiðingarkostnaðurinn fyrir einu ári hafi verið 1.500.000 kr að þá er hann núna 2.250.000 kr miðað við helmingshækkun (50%) en 3.000.000 kr hafi verðið tvöfaldast (100%).
mbl.is Ættleiðingarkostnaður hækkar um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýtur að vera þeim sem standa í ættleiðingaferli mikil huggun að vita hvort hugtakið eigi við.

En að efni fréttarinnar þá trúi ég ekki að íslensk ættleiðing leiti ekki að hagstæðari samningum nú þegar svona árar í gengismálum. Efnahagslægðin er ekki bundin við Ísland og því ætti neyð annarra þjóða að styrkja samningsstöðu ættleiðenda. En sennilega veldur fákeppnin því að eina lausnin er að demba allri hækkuninni á viðskiptavinina. It's the Icelandic way...

Kolbrún (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu er það þeim sem standa í ættleiðingarferli huggun að vita hvort kostnaðurinn verður helmingi hærri eða tvöfalt hærri, það segir sig alveg sjálft.  Annars var minn punktur með þessari grein að gera mitt til þess að gerður verði greinarmunur á þessu tvennu í framtíðinni.

Jóhann Elíasson, 23.3.2009 kl. 12:12

3 identicon

Hér eru spurningar:

Hvar ætti að leita að hagstæðari samningum?  Neyð annarra þjóða að styrkja samningsaðstöðu ættleiðenda? Hvaða samningsstöðu? Fákeppni og viðskiptavinir? Þetta hljómar eins og lýsing á auðhring?

Grétar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:42

4 Smámynd: Birnuson

Hér er enginn ruglingur á ferðinni. Það er gömul málvenja, sem enn stendur, að segja að eitthvað stækki, hækki eða aukist „um helming“ þegar það er tvöfaldað. Viðmiðunin er jafnan hærri talan, hvort sem um hækkun eða lækkun er að ræða. HelmingsHÆKKUN er hækkun um 100%, en helmingsLÆKKUN er lækkun um 50%. Á sama hátt merkir „þriðjungshækkun“ hækkun um þriðjung af niðurstöðunni, þ.e. 50% hækkun frá upphafstölu. Ef þetta þykir ruglingslegt geta menn haldið sig við hundraðshlutföllin, en með tilliti til hefðarinnar væri það miður ef málvenjunni væri riðlað.

Birnuson, 23.3.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Birnuson, þetta er afskaplega furðulega framsett hjá þér.  Í fyrsta lagi þá eru RANGAR málvenjur ekki réttu málfari rétthærri og geta því ekki orðið að hefð og hvað væri slæmt við það að þessum ruglingi yrði útrýmt?  Svo bendi ég á það í færslunni að í greininni, sem ég vitna í, er BÆÐI talað um helmingshækkun og tvöfalda hækkun.  Er það ekki lágmarkskrafa að menn haldi sig eingöngu við aðra útgáfuna?

Jóhann Elíasson, 23.3.2009 kl. 15:02

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, þetta er góður punktur hjá þér.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.3.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband